mánudagur, apríl 07, 2003

jæja, komin tími til að pilla sig heim. búin að vera í vinnunni í allan dag. fyrir utan þegar ég fór í hádegishlé og át súpu ogbrauð með honum eyfa sæta. drottinn minn dýri hvað það var vond súpa. en svo hittum við líka hann Stebba stuð og það er nú aldeilis alltaf gaman :) og viti menn! hann er ennþá með gamla símanúmerið sitt, sem er gjörsamlega Ógleymanlegt:
kynlíf-í fyrra-í fyrra-kynlíf-kynlíf
en það sem þarf að fylgja sögunni er kannski að þessi fallega minnisvísa var samin árið 1999.
úff hvað maður er orðinn gamall....
haldiði ekki bara að ég sé talan TVEIR.
nú held ég að hann Vignir minn verði abbó ;)


I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?

this quiz by orsa

Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
ég fór í matarboð á laugardaginn. það var heima hjá þeim Arnari og Haffa á Guðrúnargötunni. úff hvað það var ógeðslega gaman. ég og íris áttum góðar syrpur af fyndnum sögum (búrúm-búm tsjiss. úh-ú) og svo slefaði Embla á fótinn á Baldvini. hehe. en fyrst ég er nú byrjuð að telja upp hverjir voru þarna, verð ég víst að telja hana Guðný Birnu upp líka. hún fékk sér ekki sjávarréttarsúpu sem er afar dónalegt.
ásdís var ótrúlega sæt og skemmtileg og kom með rauða vinkonu sína. svo kom ágúst líka, en hann er rauðhærður. þetta var allt hið skemmtilegasta og eftir að hafa skundað á vel flesta "skemmti"staði reykjavíkur keyptum við pizzu og fórum heim. ég fékk að sofa á sófanum og er ennþá að drepast í mjöðminni.
svo dró vignir mig á verzló kórs tónleika, en vinur okkar hann Hreiðar Ingi er kórstjórinn þeirra. það var bara fínt, hefði nú kannski verið fínna hefði ég ekki verið svona drulluþunn. en hann Hreiðar má svo sannarlega skammast sín fyrir að skrifa í efnisskránna að hún Eva hafi spilað á fiðlu, þegar hver maður sá að þarna var falleg og hljómfögur víóla.
skammi-skamm!
svo horfði ég á vídjó um kvöldið með viggóskan, bróður hans og vinum. "The Thing". svona geimverumynd sko, voða hressandi.