þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, júní 19, 2009
kvennadagurinn!
til hamingju hreðjaleysingar!
ég ákvað að taka þennan mikla baráttudag í það að ryksuga og skúra stofuna. jesús minn.
held við höfum ekki skúrað stofuna síðan við fluttum (2 ár). sem er auðvitað eitthvað sem maður ætti alls ekki að blogga um, enda viðbjóður að skúra svona sjaldan. en eins og samgólfefningar mínir með dúk vita, þá skiptir það litlu hvort maður skúri eða ekki.
dúkur lítur alltaf út eins og dúkur.
alltaf.
svo er það einnig núna... en ég get samt sagt með miklu stolti að hann sé skúraður. óje!
góðu, ef ekki bara Bestu fréttir dagsins/vikunnar/mánaðarins/ársins eru hins vega þær að mér var boðin 70% staða við Tónlistarskóla (wait for it...) Akraness! YAAAAAAY!! no more atvinnuleysi! húrra!
alfeg best í heimi, enda fór ég strax inná Schott og keypti útlenskar kennslubækur sem mig hefur alltaf langað í oghindemithsónötuafþvímérfinnstégeigaþaðskilið.
annað í sambandi við konudaginn og tiltekt, þá tók ég stóra teppið í stofunni og henti á snúrurnar á svölunum. og lamdi það. eftir 5 mínútna barning kom enn jafn mikið ryk úr því. alfeg svolítið mikið ryk ogég nýkomin úr sturtu. aldrei hélt ég að mér myndi langa í svona asnalegan teppaspaða úr basti... svona kemur nú margt manni oft á óvart.
oh jæja. :)
svo er von á löggiltum víóluleika í mat... dagurinn gæti nú bara varla orðið betri :D
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)