miðvikudagur, júlí 23, 2003

Hildigunnur mega tónskáld og gella dauðans (Geil des Totes) bauð mér í mat, sem er nú eitthvað sem fólk ætti endilega að taka upp eftir henni, ég er svo skemmtilegur matargestur, borða allt nema tómata og set ekki upp hneykslis-svip ef einhver ropar. en hún var að koma sér upp bloggi þessi elska og er ekkvað óörugg í fyrstu skrefunum, ekkert óeðlilegt við það. þó að ég hafi valsað inní bloggheiminn og umturnað öllu með gífulegri kunnáttu minni, þá er ekki þar með sagt að allir geti það.
djók
hehe.
en það er aðalástæðan fyrir því að ég hangi hérna uppá skjaló ennþó, þó að klukkan sé að verða sex. en ég er líka búin að vera hálf löt að mæta í vikunni, svo það er ekki eins og þetta sé einhver gífurleg fórnun af minni hálfu, ónei. en málið er að ég þarf að labba heim til hennar á njálsgötuna og það er svo mikil rigning.... úff. og ég, þessi líka mikla spákona, fór í peysu vegna þess að mér fannst svo létt yfir. RIGHT! garg.
en svo....
svo rak ég augun í flíspeysuna hans Jóns hérna beint á móti mér. og ég er að spá í að stela henni í einn dag svo ég verði ekki veik, hann á aldrei eftir að fatta það (döh, ég er að blogga!) vegna þess að hann er í danmörku. hmmmm.... er það voðalega óalmennilegt af mér?
njaaa


ég var að hlusta á www.Beethoven.com og þá kom allt í einu lag sem mér fannst ég nú ekkvað kannast við. tónskáldið var einhver kallaður Yorke. svo fór ég inná www.iclassic.com (sem er svona on-line geisladiskabúð með ÖLLU sem þér gæti hugsanlega kanski einhverntíman dottið í hug að finna) og fattaði um leið, þetta er nottla Thom Yorke í Radiohead og lagið sem þeir voru að spila heitir "everything in it´s right place" og er á plötunni "kid A", algjör snilld eins og þeirra er vani. þá er sem sagt einhver gaur, Christopher O'Riley, búinn að útsetja lögin fyrir sóló píanó. og þetta er bara geggjað flott. reyndar er gaurinn nú soldið slísí, var að skoða síðuna hans.... hehe. en reyndar eru nokkrir mp3 fælar þarna ef fólk er interested, t.d. lagið There-there, sem var nú aldeilisvinsælt hér um daginn...
en allavega þetta lag semég heyrði og þessi pínulitlu brot sem eru á www.iclassic.com, og mp3 fælarnir eru drullunæs... ooooh hvað ég væri til í að kúka peningum..... OOOOOOOOHHHHHHHHH
stundum veit maður þegar leiðinlegir hlutar eiga eftir að gerast, maður er kannski búin að bíða eftir þeim í langan tíma og VEIT að þeir verða leiðinlegir og maður eigi eftir að vera fúll.
svo byrjar maður að reyna að sannfæra sjálfan sig að kannski gerist hluturinn ekki, kannski verður hluturinn bara skemmtilegur svona þegar öllu er á botninn hvolft, svona eins og ógeðslega ógirnilegur matur er oft drullugóður. síðan verður maður spenntur og hlakkar til og gleymir í smá stund að hluturinn á EFTIR að verða leiðinlegur, fer kannski að flissa og hafa gaman að lífinu í smá stund.
svo kemur að því að hluturinn verður nottla butt-leiðinlegur og jafn ömurlegur og maður vissi allan tímann.

helvítis tilvera, truntan þín,
troddu þér upp í rassgat á hesti
svo klesstur kúkur byrgji þér sýn
og hrjá þig kláði hinn mesti
Gvuuuuuð hvað var gaman hjá mér í gær!
fór eftir vinnu á kaffi List með Iðunni mega beib og við töluðum um kúlupenna og fjarverandi sessunauta í 20 mínútur þangað til Eyfi birtist uppúr eins manns hljóði (nei) ásamt honum Þórði. við skutluðum oní okkur bjór og kaffi og fórum svo á café Victor og fengum okkur að borða. nammi namm. :) eyfi sæti fékk sér einhvern Rosalegan Ofur Borgara (ROB), ég fékk mér Gráðosta Hamborgara, þórður fékk sér súpu og Iðunn kjúklingur. nei ég meina, iðunn Fékk sér kjúkling. hehe ;) þetta var allt hið ánægjulegasta, skoðuðum svo nokkrar myndir þarna niðrí bæ og lentum óvart í Mál og Menningu. ég verð að venja mig af því að fara í búðir sem ég veit að kvelja mig bara. ég sá svo mi-hi-ki-hi-ið af bókum sem mér DREP langaði í! arrrrgggh!!
en svo brunuðum svo heim.
*dæs*
svo ætlaði ég nú að gera ekkvað viturlegt, til dæmis sleikja upp Guðný Birnu sem fór í fýlu útí mig af því ég nennti ekki með henni í bíó, en ég fór bara að lesa Harry Potter og þamba kaffi, bölva yfir því að ekki væri til neitt súkkulaði heima og drekka ilmreyrs-vodka með mömmu. :) hann er góður!

þetta blogg hér er rosalega krúttlegt. einhver stelpa sem er svo yfir sig ástfangin að hún nær varla andanum og bloggar alltaf eins og hún sé að tala við strákinn sem hún er skotin í. Ógeðslega sætt. svo er hún ekkert rosalega góð í ensku heldur....
oooooh hvað var gaman hérna í den þegar maður varð svo skotin að maður náði ekki andanum og gekk um á bleiku skýi (sem snjóaði rósóttum hjörtum og myndum af kettlingum) bara ef maður viðkomandi. *andvarp* eins og þaðvar nú leiðinlegt að vera gelgja, þá átti það nú sínar yndislegu stundir líka. aaaaaaaaaaahhhh.....