fimmtudagur, maí 08, 2008

hringjarinn af notre dam


þegar ég vaknaði í morgun var augað á mér svona...
af því mér var ekki illt og það var ekki sjáanlegt neitt ógeð í eða á auganu, þá fannst mér þetta ógeðslega fyndið og tók mynd. ég var að spá í að nota daginn í það að haltra um með kodda undir peysunni á annari öxlinni og spurja fólk út á götu hvort það vissi um einhverjar stórar kirkjuklukkur. með frönskum hreim.
en þar sem ég átti ekkert erindi neinsstaðar var ég bara heima með augað og æfði mig. svo fór ég reynar í ræktina en þá var augað orðið venjulegt.
ég veit ekkert afhverju þetta gerðist, það eina sem mér dettur í hug (annað en smá flipp hjá sjálfri mér) er að í gær var SÓÓÓÓ-HÓÓÓL hér í birmingham og ég fór bæði í kjól og sandala og var úti sleikjandi veðrið allan daginn. það er alfeg ótrúlegt hvað gott veður hefur góð áhrif á mann. fólk var bara glaðlynt og brosandi (flestir reyndra fullir) og jákvætt á framtíðina.
en já, s.s. kenning er sú að ég held að kannski hafi ég ofreynt annað augað (?) við það að vera alltaf að píra augun upp í SÓÓÓÓÓ-HÓÓÓÓLINA. samt keypti ég sólgleru og þau er svo ógeðslega töff ég meikaði ekki að taka þau ofan. þetta er misterí, hringi í fox mulder seinna í kvöld.

en svo er spurning hvernig ég vakna á morgun. kannski með klumpufót. hlakka til!