fimmtudagur, júní 09, 2005

tími tími tími

eruð þið ekki að djóka með 9. júní!!? ég er að fara að tuðrast á "fiðlumót" eftir rúma 9 daga og á eftir að gera helling. eða svona. fyrst væri nottla sniðugt að æfa sig solítið. bara smá.
ég verð nú samt að viðurkenna að víólu-fríið síðustu daga er búið að vera ágætt. stundum þarf maður bara smá speis.
svo þarf ég að hitta hann Tuma minn, þó ekki nema bara til að láta taka mynd af okkur saman, ég neita að halda áfram með líf mitt nema ég eigi góða mynd af tuma í víólukassanum, það er nú ekki lítið sem kvikindið er búið að kenna manni. svo þarf ég lesa!
arg.
var að fatta það áðan þegar ég las bloggið hennar fjólu að harry potter SEX er að fara að koma í heiminn! þó ég sé með svona kántdán á síðunni minni þarf það ekkert endilega að þýða að ég kíki á hann... jeh. þannig að ég þarf endilega að lesa bók nr. FIMM áður en ég byrja á sexinu, hehe, ogsvo klára boy george og líka blikktrommuna.
boy er soldið leiðinleg... hann bara alltaf að tala um þegar hann var ástfanginum af þessum og svo svaf hann hjá hinum og hann var í þessum fötum og hinn var með svona hár. úff. en hann er samt geðveikt nettur. vitið að þegar "karma cameleon" (ef þið munið ekki eftir Karma Cameleon eruð þið OF UNG til að vera á síðunni, go away) var Boy George ekki nema 23 ára? mér fannst það kreisí. hélt hann hefði verið miii ki hiiið eldri.
jájájá.
Blikktromman er bara mjög fín. en guðminngóður hvað hún er löng. oh well. reyndar myndi mér ganga svossem vel að lesa þetta ef ég væri ekki alltaf í ÞESSUM HELVÍTIS KAPLI!!!