föstudagur, febrúar 09, 2007

tækni spækni

prófið gekk bara ok...
soldið skrautlegt samt. dagurinn byrjaði á því að bekkjarsystir mín hringdi í mig 2 mín áður en prófið hennar átti að byrja. "aha! hún er að beila" hugsaði ég með mér, en neineinei. það s.s. vantaði HINN prófdómarann, sem var engin önnur en miss Rivka Golani kennarinn okkar, sem greinilega var búin að steingleyma þessu. allavega vorum við í tíma síðasta fimmtudag og hún minntist ekkert á að vera prófdómari. ANYWAYS. svo hringdi yfirmaður strengjadeildar útum kvippin og kappinn að reyna að finna hana, en svo kom í ljós að hún var upptekin.
næs.
en eftir smá bollaleggingar (þar sem ég m.a. stakk upp á að enginn myndi spila og við myndum bara allar fá meðaleinkun og málið dautt) var ákveðið að hringja í ofboði í einhvern mann og fá hann til að hlaupa í skarðið. sem hann og gerði. reyndar fiðluleikari, en oh well.... svo var hann rétt svo ókominn... þá fór brunavarnakerfið á. og bretarnir eru nú ekkert að djóka með brunavarnakerfi. allir út og þá meina ég allir. enginn með fýlusvip við skrifborðið sitt að þykjast ekkert heyra eins og tíðkast í sumum löndum. en jæja... eftir nærri klukkutíma seinkun byrjuðu tækniprófin. fyrst fór ein bekkjar systir mín og ég var næst, búin að hita vel upp og klár í slaginn. þá fór brunavarna kerfið aftur á. og aftur allir út.
en svo gerðist ekkert meir, ég tók prófið mitt, kúkaði á mig í tvígripum og taldi örugglega vitlaust í þögnunum í hljómsveitarpartinum.
en éger búin.

BÚIN SEGI ÉG!