miðvikudagur, nóvember 27, 2002

jæja já.
vika á morgun kæru vinir og lesendur síðunnar.
enda dreymir mig ekki um neitt annað allar nætur. samt fer ég nú ekki að sofa fyrr en uppúr þrjú. er komin í drekafýlu enn eitt skiptið.
´úff.
svo er laugardagurinn að fyllast og mig grunar að allir eigi eftir að verða fúlir út í mig, hvað svo sem ég geri. en í þetta skiptið hef ég með töluverðri fyrirhöfn Þríbókað mig. eitthvað sem gerist ekki of oft, en nógu oft samt til að mig hryllir við. en hinir heppnu félagar mínir sem fá að berjast um að hata mig á laugardaginn eru:

nr. 1 = Kammersveit tónlistarskóla Hafnarfjarðar
stjórnandi/aðalfýlupoki: Óliver Kentish
aðrir/"runner-up" fýlupokar: fjölmargir vinir mínir (Baldur, Fríða, Sif, Sigrún o.fl), ásamt heilu foreldrafélagi sem ætlar að selja kökur. Ásgerður þar fremst í flokki vopnuð rommpela og brennivíni.

nr.2 = Kvartett L.H.Í
kennari/aðalfýlupoki: Gunnar Kvaran
aðrir/"runner-up" fýlupokar: Helga Þóra, Ingrid og Gyða. þess má til gamans geta að 2-3 síðustu tímar hafa fallið niður/breysts vegna mín

nr.3 = Mamma sæta
foreldri/aðstandandi: Lovísa G. Ásbjörnsdóttir
aðrir/"runner-up" fýlupokar: ég sjálf og allir þeir sem hafa beðið Sveittir eftir að geta keypt á okurverði, ljótar litlar vatnslitamyndir af Drekum...

nú er bara að bíða og sjá til hver verður sá heppni.....
:/