fimmtudagur, febrúar 16, 2006

líður mikið mikið betur í dag, bara svona til að róa fólk.
þyrfti samt mjög nauðsynlega að fara að sofa.
núna.
en einhvernvegin get ég það ekki.
einhver massa hljómsveitaræfing á morgun þar sem við aumingjarnir eigum að lesa í gegnum beethoven 6. meira stuðið. ég kíkti á verkið samtals í 15 mínútur í dag þannig að ég verð "spot on" eins og alltaf.
not.
en þessi dagur verður góður fyrir mig að prófa nýju tæknina sem ég lærði (gegnum tárin) í gær og felst í því að nota Engann axlarpúða.
ég er komin með marblett vinstra megin á hökunni út af því, en ÞEGAR þetta verður orðið fullkomið hjá mér (helst á morgun (fyrir hádegi)) þá verð ég með fallegasta víólusánd í heimi. og ég er ekki að ýkja, ég heyrði það aðeins í morgun meðan ég var að búa til marblettinn og það er magnað.
sándið, ekki að búa til marblett.
svo mun "stúlkan sem þið þekktuð sem tótu feitu" byrja á hinum byltingarkennda DDV kúr á morgun, þannig að plís skiptið mér út í símaskránni hjá ykkur fyrir "tóta mjóa".
þetta var soldið skrítin setning.
só?
er eðilegt að blogga og svara sjálfum sér í leiðinni.
nei.
ég er nú samt að gera það.
þú þarft að fara að sofa.
haha! sagðir ÞÚ! ég er er ekki ég að tala við mig!

ok hætt