mánudagur, október 14, 2002

jább!
steinhætt að borða nammi og drekka gos. læt þennan ófögnuð ekki inn fyrir mínar varir. aldrei nokkurntíman.
jón gaf mér tyggjó hérna áðan og ég er að tyggja það á fullu, svona til að maginn á mér haldi nú að ég sé kannski að borða og verði þ.a.l. ánægður og saddur.
verst bara hvað ég fæ mikinn hausverk af að vera með tyggjó og hvað ég fæ líka illt í tennurnar....
en jæja...
kannski gaman fyrir fólk að vita það að í kvöld... eða eftir 2 tíma, mun ég reyna að túlka á raunsæan hátt, hlutverk "persónu A" í hinu margslungna verki Hrefnu Friðriksdóttur "Þú segir ekki!". ég er semsagt leiðinlega persónan sem er alltaf að leiðrétta hina manneskjuna. mjög huggulegt allt saman. jájá.
mig hlakkar mikið til.
je.
jæja.
mánudagur dauðans. eða svona þannig.
en það er kannski kominn tími til að ég segi fólki frá því að í GÆRKVÖLDI réttara sagt um klukkan hálf eitt, þá ákvað ég að fara í massífa megrun. og við erum að tala um maaaaaaassíFa megrun hér. ungfrú tóta mjóa, verð ég kölluð, eftir svona tvö til þrjú ár.
strax er ég uppfull af bjartsýni og gleði.
en málið er að ég fór í sund í morgun.
SUND!!!
er fólk að fatta þetta?
ég fór í sund í morgun. og við erum að tala um mooooorgun, fyrir hádegi sko! og gott ef ég synti ekki 20 ferðir. það gera nokkrir metrar! þeas ef við gefum okkur að laugin sé x metrar. og 2 sinnum X er nottla soldið mikið.
jammm og jájá.
svo er ég hætt að borða nammi og drekka gos. er hérna bara í fíling með vatnsflöskuna mína. nammi namm.
og fékk mér hrökkbrauð í hádegismat. Ummm-Hummm! hvað ég er södd!!
What number are you?

Take the quiz here!