jæja.
mánudagur dauðans. eða svona þannig.
en það er kannski kominn tími til að ég segi fólki frá því að í GÆRKVÖLDI réttara sagt um klukkan hálf eitt, þá ákvað ég að fara í massífa megrun. og við erum að tala um maaaaaaassíFa megrun hér. ungfrú tóta mjóa, verð ég kölluð, eftir svona tvö til þrjú ár.
strax er ég uppfull af bjartsýni og gleði.
en málið er að ég fór í sund í morgun.
SUND!!!
er fólk að fatta þetta?
ég fór í sund í morgun. og við erum að tala um mooooorgun, fyrir hádegi sko! og gott ef ég synti ekki 20 ferðir. það gera nokkrir metrar! þeas ef við gefum okkur að laugin sé x metrar. og 2 sinnum X er nottla soldið mikið.
jammm og jájá.
svo er ég hætt að borða nammi og drekka gos. er hérna bara í fíling með vatnsflöskuna mína. nammi namm.
og fékk mér hrökkbrauð í hádegismat. Ummm-Hummm! hvað ég er södd!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli