miðvikudagur, október 16, 2002


Text with Colour Gradient





This is a






það er líka gaman að minnast á leikSIGUR minn sem átti sér stað í gærkvöldið, og reyndar kvöldið þar áður líka.
ég er strax komin með leyninúmer og 3 KOLSVARTA einkalífverði sem fylgja mér hvert fótmál (og vel það, he-he-he), vegna þeirrar gífurlegu athygli sem ég hef orðið fyrir. vitanlega mjög svo verðskuldaðri.
Ég hef hlotið mikla og verðskuldaða, jákvæða gagnrýni í fjölmiðlum, eins og lesa má á síðunni leiklist.is, en þar stóð:

"Síðasti þáttur fyrir hlé var "Þú segir ekki" eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Fríðu B. Andersen. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Þórunn Harðardóttir léku í bráðsmellnum þætti um málfar og málvöndun. Þátturinn byggir nánast algerlega á því að textanum sé komið til skila hratt og örugglega og tókst það ágætlega þó örlítils óöryggis gætti á stundum. Áhorfendur skemmtu sér vel yfir málvillum og umvöndunum og leikarar hefðu að ósekju mátt gefa þeim betra færi á að láta það í ljós."

semsagt.... á milli línanna stendur: "Þórunn er einkar vel að sér í málfari og því var þessi leikur einstaklega auðveldur fyrir þessa hæfaleikaríku stúlku. Vitaskuld hefði stórt leikhús með miklum íburði og glæsileika átt betur við svona stórstjörnuleik, en þetta er bara enn einn kostur afburðaleikkonunnar Þórunnar, sem þrátt fyrir alla frægðina er bæði hógvær og lítillát."
helvítis heilsuæðið í mér ætlar engan endi að taka. í morgun fór ég á fætur FYRIR klukkan 8 til að ná í strætó svo ég gæti hitt hinn ótrúlega sæta og sjarmerandi Arnari Þóri Viðarssyni (segir maður ekki annars Þóri?) til að iðka þá frábæru íþrótt Badminton!
enda er ég nær dauða en lífi núna kl. 11 og rétt svo náði að skríða uppí vinnu með því að grípa í það sem á leið minni varð. reyndar tók ég nú strætó, en samt. þetta var svakalegt.
svo er ég komin með kvef Dauðans og er sífellt með tárin í augunum eins og einhver helvítis kerlingar grenju skjóða.
meira að segja þroskahefti strákurinn í Nóatúni sagði guðhjálpi þér. ég sem vissi ekki einu sinni að hann kynni að tala.