mánudagur, febrúar 09, 2004

jesús minn almáttugur! ég bara trúi því ekki uppá mig að vera ekki búin að gera link yfir á hann ÁSGEIR dansaradrottningu, kisulóru og keikó-killer! er það nú afrek eða hitt þó heldur! megi ég vera andstutt í marga daga til að líða fyrir þetta.
skammi skamm!

sorry ásgeir minn.
Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu. Hún var búin að setja 3 lítra af létt mjólk í körfuna ásamt
1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni.
Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann.
Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega: "Þú ert örugglega
einhleyp "! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin
þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á
hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum.
Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði: " Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum
geturðu séð það??" . . .
og drukkni maðurinn svaraði:

" Af því að þú ert ljót!"
er þetta djók?!
M&M

ég var að spila á tónleikum í gær. annar performansinn Minn á Myrkum Músíkdögum.
af hverju skýra þeir þetta bara ekki "Trallað með tótu" eða "tóta syngur og spilar fyrir lýðinn"? óþolandi svona yfirskin, íslensk nútíma tónlistarhátíð mæ es. þetta er bara fólk með mig á heilanum og dettur ekkert annað í hug en að halda tónlistarhátíð svo það fái að sjá mig og heyra.
já.
en ég nenni aldrei að blogga um það sem ég er að gera nema það sé ómerkilegt. eða særandi eða krossfestandi á einhvern hátt fyrir annað fólk, svo ég nenni ekkert um tónleikana að segja. en Egill lét taka þessa mynd á tónleikunum og með mikilli þolinmæði, góðri sjón og bjartsýni má sjá útúr henni fallega hljómsveit, 2 píanó, stjórnanda og hálfan haus á einhverri kellingu. éger feita klessan alfeg fyrir miðju. en svona fyrst ég er nú byrjuð að tala um Egil verð ég bara að segja að píanókonsertinn sem hann samdi og við spiluðum í gær (og myndin er af honum) var alfeg einstaklega huggulegt verk. kannski ekkert endilega það margslúngnasta sem ég hef spilað (kannski ekki furða, við erum að tala um Miss Löve hérna, she´s been around) en ofsalega fallegur og ég er endalaust að fá stef úr honun á heilann. jafnvel bara aftur og aftur. og það er als ekki leiðinlegt.
got me?
anyways... annað sem er á heilanum á mér eru þessi 3 ritgerðarverkefni. er ég að djóka með að sækja um í Bandarískum háskóla?

1) Evaluate a significant volunteer or community service that has special meaning to you.
2) Discuss an issue of personal, national, or international concern and its importance to you.
3) Write about a person in a position of leadership who has had a significant influence on you and describe that influence.

sofa
verð á áfengi á íslandi
donald mcdonalds

?
já ég viðurkenni að föstudags hreingerningin sem ég hótaði hér á föstudaginn var ekki gerð á föstudaginn. en hún er aftur á móti komin á gott skrið núna. :D
Þessir Fimmufélagar unnu boðsmiða fyrir tvo á myndina The Haunted Mansion:

María Ben Erlingsdóttir, Í grunnskóla
Pálmi Gunnarsson, Kópavogur
Vignir Freyr Helgason, Iðnskólinn í Hafnarfirði
Aron Rúnarsson, Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Linda Gústafsdóttir, Í grunnskóla

Þú getur séð hverjir unnu síðast á www.fimman.is

gott er að maður þekkir ekki einn af þessum!! verst hvað þetta er Hrottalega Leiðinleg Mynd (HLM). en til hamingju samt, herra vinningshafi :D