fimmtudagur, janúar 29, 2004


Sinfó eða tóta?
ég stend frammi fyrir mikilli og erfiðari ákvörðun og hún hefur íþyngt mér um stundarsakir.
á eg að fara á sinfóníutónleikana eða á ég að vera heima og æfa mig?
hvort á ég að dást að ágæti mínu eða annarra? eru pulsur soðnar eða steiktar? hver stal fararskjóta Tæmaresky-brærðanna og hvar er gullfiskafóðrið?
það eru fáránlega flott verk á danskránni og einleikarinn er mjög sætur (Sjá mynd), hann er meira að segja ekkert gamall heldur, bara 28 ára :D svo maður gæti nú tekið einhverjar af þessum einhleypu gæru-vinkonum sínum með, troðið sér baksviðs í hléi og reddað manninum almennulegu djammi. svo aftur á móti verð ég aldrei almennilegur víóluleikari ef ég er alltaf að hundskast á einhverja tónleika og afþreyingar daginn út og inn næ ég aldrei fullnægjandi árangri. þar sem S.Í -endurteknar tilraunir mínar til að vakna á morgnana hafa ekki tekist sem skyldi, er minn præmtæm á kvöldin.
úff hvað er erfitt að lifa á þessum heimi. sem minnir mig á það að ég missti af strætó nú rétt í þessu (10:43) og verð þ.a.l. sein í undirleikstímann minn nú á eftir (11:30).
stemmari svo ekki sé meira sagt.