miðvikudagur, september 28, 2005

ég var að fá mér svona Tesco kort. þá safnar maður punktum og eitthvað sona útí matvörubúð. svossem ekkert eitthvað voða merkilegt neitt, en maður kannski fær þá 50 hvert epli frítt eða eitthvða svoleiðis... munar nú um minna. en ég var að skoða "personal" dálkinn þeirra og þar er þetta:

Funerals

It's not something anyone wants to think about, but now Clubcard can help give you peace of mind and save money on a Dignity Funeral Plan.

þannig að ég gerði greinilega góðan díl, fæ meira að segja afslátt af jarðarförinni minni :)
ég var að fá tölvupóst frá sinfóníunni, greinilega sú eina á íslandi sem saknar mín og lætur heyra í sér....
nei djók. en þar stendur:

* * STÓRKOSTLEGT VERK EFTIR TÓNSKÁLDIÐ ÞORSTEIN HAUKSSON * *
Síðast en ekki síst verður verk Þorsteins Haukssonar, Bells of earth, á
dagskránni. Gagnrýnendur hafa keppst við að lofa verkið og sumir vilja meina að
það sé ?hápunkturinn á glæsilegum tónsmíðaferli Þorsteins Haukssonar,?
stórfenglegt verk...? Þorsteinn er kominn til landsins til þess að vera
viðstaddur flutninginn.

aumingja þorsteinn, það býst greinilega enginn við því að tónsmíðar hans verði betri en þetta...

ÞÚ TAPAÐIR!!!

í keppninni "hver verður fyrstur til að senda tótu sinni bréf til Birmingham".
hinn ÓTRÚLEGA HEPPNI var sjálfur Eyjólfur Eyjólfsson, tenórsöngvari sem er með belju á náttborðinu sínu.
:)
en svona til að þið gefið ekki upp alla von hef ég ákveðið að breyta keppninni í "hver sendir tótu sinni FLEST bréf á meðan hún er í Birmingham".
byrja