geðveikt.
adda farin svo ég get verið í tölvunni hennar óhikrað!
hehehehehe!!!
en málið er að ég hitti miskunsömu samverjuna í strætó í gær. ég svaf yfir mig sko, og fór með strætó í hádeginu inn í borgina. dauðans. svo þegar við erum rétt svo komin af stað frá hafnarfirði kemur konan inn, með bros á vör í bara í þokkalega góðum fíling. je. og haldiði ekki bara að hún tylli sér fyrir framan mig, svo að ég fæ alfeg gusuna af ilmvatni yfir mig og túberaða hárið virðist hætla að ráðast á mig þá og þegar.
en allavega.
svo koma inn tvö fötluð börn. stelpa í svona grind með hjólum og strákur með hækjur. sem reyndar hann þurfti ekki að nota, en þvældust þarna fram og til baka. þau náðu nú að skakklappast inn og koma sér fyrir án mikillar hjálpar, en þegar þau ætluðu að fara, vandaðist málið. hún gat eiginlega ekki gengið, grindin flæktist í öllu lauslegu í strætónum (barnavagni, hári, treflum, dóti...) og strákurinn stóð bara upp á endann með hækjurnar og vissi voðalega lítið hvað væri í gangi.
stekkur ekki samverjan á fætur í tryllt góðu og hjálpsamlegu skapi, grípur grindina með annari, strákinn með hinni og flengir þeim útúr vagninum með bros á vör. ég held barasta að strákurinn, stelpan né grindin hafi áttað sig á hvernig þau komust útúr vagninum, því þetta voru svo snar handtök. ég gat ekki annað en dáðst að þessu.
allavega. hálf saga sögð.
svo í kópavoginum kemur svertingjakona inn í vagninn með þennan líka ótrúlega stóra, fyrirferða mikla barnavagn. og líka annað barn. og auðvitað var þetta frekar mikið vandamál fyrir aumingjans konuna... krakkarnir grenjandi, vagninn þungur og strætóbílstjórinn eitthvað mis. þetta leit út fyrir að vera verkefni fyrir samverjuna.
enda var hún ekki lengi að spretta upp og sveiflar svertingjakonunni, barnavagninum og grenjandi barninu upp í bílinn.
allt þetta með bros á vör og án þess að túberaða hárið haggaðist.
þvílíkur kvenkostur, segi ég nú bara. enda sat ég bara og tárðaist yfir þessu öllu saman. þetta var unaður á að horfa.
og ekki er allt úti enn!!
þegar svertingja konan staulaðist út á Hlemmi, með börnin öllsömul (sem náttla voru hætt að grenja, enda yfir sig ánægð eftir að hafa lent í samverjunni miskunsömu) þá gleymdi litla stelpan bleikri húfu í sætinu sínu.
með ótrúlegum hraða svífur samverjan upp úr sætinu sínu, SKUTLAR sér í sætið þar sem stelpan sat, grípur húfuna í loftinu og SLENGIR henni út um dyrnar, sem voru í þann mund að lokast. soldið eins og í indiana jones.
og svo settist hún bara í sætið sitt, samverjan sko.... og veifaði eins og ekkert væri til gapandi stelpunnar, sem átti nottla ekki eitt einasta orð.
jeremías.
en svona var nú sagan um bílferð þá. ég held ég hafi sjaldan upplifað annað eins.
úff mar.