föstudagur, maí 30, 2003

nú fer að koma Helgi í rólegheitunum. gott gott. losnar maður við tuðið í honum Jóni alltaf hreint. úff.
en ég minni á ótrúlega fjöruga og skemmtilega tónleika á mánudaginn 2. júní kl. 20.00 í Hásölum Hafnarfirði, ég er að fara að spila Hindemith og Trauermusik. svo er nú líka ekkva annað, en það er ábiggilega ekki jafn ótrúlega skemmtilegt og hindemith...
hann rokkar.
oooooh ég er svo klár og sniðug og falleg og myndarleg.
svo ekki sé nú minnst á hvað ég er ótrúlega hógvær.
en ég var með miklum myndugleik að gera dagatal hér á bloggið mitt. það er ALFEG eins og ég vill að það sé og svo er hægt að kíkja á gömul blogg með því að ýta á bláa daga.....
getur þetta verið mikið meiri snilld?
held ekki
ooh ég fékk svo góðan hádegismat. nammi namm.
fajitas pizzu frá dominos. vó. talandi um góðan mat. svo vorum við fjölskyldan svo náttúruleg að við fórum í grasagarðinn í laugardalnum og borðuðum þar. svaka stemming. ási bróðir lenti meira að segja undir úðarA. mjög fyndið og skemmtilegt.
jeminn...
hvernig finnst ykkur nýja letrið?
Svo til að losna við öll fýlufés núna á eftir, skal taka það fram að ég er EKKI með símann minn á mér. hringiði í 590-3332. eða sendiði mér póst...
hann Bjarni beib er víst á leið til Lon-Don, sem er nottla BARA svindl, vegna þess að ÉG ætti að vera á leiðinni til Lon-Don, en allavega... hann talaði vel um mig á blogginu sínu svo ég ætla að linka á hann. svo geri ég líka link á hann Gulla vin hans sem er sooooooldið skrítinn en voðalega mikið krútt.
ótrúlegir þessir frídagar. þeir líða svo hratt að þeir eru varla byrjaðir þegar þeir eru búnir.
ótrúelgt.
en það er nú bara eins og það er.
ég var svo fersk í gær að auk þess að sofa til ellefu og leggja mig svo milli sjö og átta, þá fór ég á kvartett æfingu og bar út blöð í garðabæ.
þvílík stemming. blöð fyrir Listahátið í hafnarfirði sem er að fara að byrja núna. sem BETUR fer missi ég næstum því af henni allri vegna þess að eg er að fara til Egilsstaða á þriðjudaginn!! :) ví ví.
en það var stemming í garðabænum, sveimér þá. það var svo mikil stemming að Baldur skellti sér bara í sumarjakkann og Sif setti hárið á sér í teyju svo að sást í eyrun á henni.
eins og ég segi, dagurinn var ÓTRÚLEGUR.