föstudagur, maí 30, 2003

ótrúlegir þessir frídagar. þeir líða svo hratt að þeir eru varla byrjaðir þegar þeir eru búnir.
ótrúelgt.
en það er nú bara eins og það er.
ég var svo fersk í gær að auk þess að sofa til ellefu og leggja mig svo milli sjö og átta, þá fór ég á kvartett æfingu og bar út blöð í garðabæ.
þvílík stemming. blöð fyrir Listahátið í hafnarfirði sem er að fara að byrja núna. sem BETUR fer missi ég næstum því af henni allri vegna þess að eg er að fara til Egilsstaða á þriðjudaginn!! :) ví ví.
en það var stemming í garðabænum, sveimér þá. það var svo mikil stemming að Baldur skellti sér bara í sumarjakkann og Sif setti hárið á sér í teyju svo að sást í eyrun á henni.
eins og ég segi, dagurinn var ÓTRÚLEGUR.

Engin ummæli: