miðvikudagur, júní 16, 2004

nýr linkur
sæta sædís frænka mín er með blogg sem mér finnst nú alfeg nauðsynlegt að linka yfir á.
þess má til gamans geta að mamma Sædísar er í slagtogi (veit ekki hvort þau eru gift) með pabba hennar Önnu "Tuma" Tryggvadóttur. svona leynast nú fjölskyldutengslin víða. maður er bara hvergi óhultur, svei mér þá!


Örlög Tuma


Laugardaginn 19. júní 2004 klukkan 20:00 mun strengjakvartettinn Tumi ásamt djass-hljómsveitinni Örlög halda tónleika í Tjarnarbíó.

Tumi ætlar að spila Borodin strengjakvartett nr. 2 í D-dúr fyrir hlé og svo munu Örlögin taka völdin og spila nokkra vel valda slagara (meira að segja einn frumsaminn). í tvemur eða þremur lögum mun Tumi svo gerast svo djarfur að spila með líka. hvet alla til að mæta, kostar 1000 kall inn fyrir venjulegt fólk en 500 kall fyrir aumingja (námsmenn).

tónleikarnir eru til styrktar MS-félaginu á Íslandi en aftur á móti styrktir af Actavis.


Rokk og Ról, allir að mæta!!


...16. júní...
Posted by Hello
komin í vinnuna, var á tuma æfingu í morgun, sem byrjaði illa og svo gekk alltaf verr og verr þangað til allt í einu að allt varð frábært og svo hnökralaust að við trúðum varla eigin eyrum. svona geta hlutirnir nú verið sniðugir :)
en ég held það sé kominn tími á Plögg...