föstudagur, júlí 16, 2004

ég skil nú ekki hvað er eiginlega AÐ mér að vera ekki fyrir LÖNGU búin að skella linknum yfir á hana Sif mína selló.  þvílíkt hneyksli!  ég biðst innilegrar afsökunar.
afsakið afsakið.
ég þoli ekki að letrið í blogger er orðið svona stórt, það fer gríðarlega mikið í taugarnar á mér.  samt er ég búin að fá mér kalt vatn OG kaffi. 
ekki bæði í einu samt.
svo er táfýla af mér og ég er loðin undir höndunum.  úff hvað er erfitt að vera ég.
núna langar mig soldið í kalt vatn og kaffi.  sem bæði tveggja er hægt að fá uppá kaffistofu þjóðskjalasafnsins.... en ég bara nenni ekki að standa upp.  svona er maður latur.
oh well, can´t be always christmas
tóta, Your ideal job is a As the Local always in the pub whenever you walk in. 
 
heyrðu mig nú!  hér eru óskupin
jæja, þá er netpöntunin mín ógurlega komin af stað.  það þurfti semsagt á einum stað, mjög nauðsynlega að hafa eitt ljótt SKÁSTRIK til að óskupin kæmust af stað.  hvað er málið með það?
og hvað er með Blogger og breytt útlit?  er þetta nú ekki óþarfi?
oh jæja... maður verður víst að sætta sig við breytingar endrum og eins.  í morgun ákvað herra Jón tildæmis að vera mættur í vinnuna kl. 8.
hvað er málið með það?
en hingað er ég mætt og farin að hlusta á möggu mína.  held jafnvel svei mér þá að það sé farið að renna blóð uppí heila.  kannski ég fari að vinna.
njeee...
en rebekku clarke nótur á leiðinni!  :)  nú auglýsi ég hér með eftir selló leikara sem vill spila með mér aaaafar fallegt verk í tvemur þáttum eftir fyrrnefnda.  jafnvel ég splæsi bjór á viðkomandi.