þriðjudagur, september 27, 2005

vó x2

ég get því miður ekki státað mig af því að vera mannglögg, heldur ekki get ég munað nöfn, símanúmer, dagsetningar, tímasetningar, atburði sem gerðust fyrir lengur en 10 dögum, fjölskyldutengsl, kjaftasögur, afmælisdaga, sögulega mikilvæg ártöl, æsku mína eða staðreyndir. nema þær séu mjög rökréttar.
staðreyndirnar sko.
en ég man soldið eftir andlitum.
og í dag var ég að labba niðrí bæ og sé nefnilega konu sem er að vinna á bókasafninu hérna í B´ham. sá hin sama og lét mig fá bóksafnskort. sem hún á nú örugglega eftir að sjá eftir. en allavega.... ekki nóg með það, heldur var konan tvær!
þeas ég sá tvær svona konur.
með SAMA andlitið!
þannig að gellan er bara tvíburi.
ekki svo merkilegt segið þið... mikið til af tvíburum, jájá. en málið var að þær voru NÁKVÆMLEGA eins. hárið, hausinn, ÖLL fötin, meira að segja skjalatöskurnar og SKÓRNIR voru nákvæmlega eins. og við erum að tala um rúmlega sextugar konur.
ætli þær vinni báðar á bókasafninu?
ætli þær fái sér alltaf það sama í morgunmat? ætli þeim verði mál að pissa á sama tíma? ætli þær verði skotnar í sömu mönnunum? ætli þær hafi valið sér að verða svona eða verið píndar til þess í æsku og ekki losnað úr farinu? (smá drami) ég er næstum því viss um að þær heita svo líka nöfnum sem ríma. eða byrja á sama staf.
susie og lusie. eða Beatrice og Bertha.
nema náttúrulega ég sé endanlega farin yfirum og sé farin að sjá tvöfalt...