fimmtudagur, maí 26, 2005

Ég var að komast að því...

... einn einu sinni, að ég er ógeðslega hrokafull.
það lýsir sér þannig að ég held að égsjálf sé betri en aðrir og jafnvel betri en öðrum finnst ég vera.

það má nú samt segja mér til varnar að ég fattaði þetta sjálf og mun ekki beita mér í þessu tiltekna máli.

en mér til sóknar (s.s. öfugt við varnar...?) verð ég að játa það að hrokinn er ennþá til staðar og þetta tiltekna mál angrar mig soldið.

sem er asnalegt af því að þetta er svo mikið tittlingaskítsmál.

konur að gera tvennt í einu

um daginn sá ég konu úti á stétt að lemja pullurnar úr sófanum sínum utan í grindverk. það sem var soldið fyndið við það var að hún var líka að reykja.
greinilega um að gera að fá gott loft í settið fyrir sumarið.
svo sá ég líka aðra konu, held samt ekki sama dag og hún var að keyra. en hún var í leiðinni að þefa af handarkrikanum á sér. ríghélt nú samt í stýrið þannig að hún var öll svona bogin í bílnum.
svona eru kellingar nú duglega að gera tvennt í einu.
svo vil ég ekki heyra eitt einasta komment um það að "karlar geti bara gert eitt í einu blebleble" (sagt með svona kerlingarembu-rödd) af því að hann pabbi minn getur bæði í einu, borðað og sagt sögu, svo var bróðir minn líka einu sinni að dripla körfubolta OG bora í nefið.

pís