laugardagur, janúar 10, 2004

ekki annáll VI (af sjöhundruð :@)

Lára Sigríður Haraldsdóttir er hörkudjammari og ég held ég geti næstum því sagt að á síðasta ári hitti ég hana ekkert. :( við vorum saman í kórnum hér í den og það var bara hörkustuð, svo vorum við líka einusinni saman í líffræðitíma og vorum yfirleitt að rölta um á hamrinum, gerandi einhverjar asnalegar athuganir. stuð. Leifur er pínulítill og þolir ekki að vera kallaður sætur, samkvæmt "100 atriði um mig" listanum sem hann birti um daginn á blogginu sínu. skemmtilegur listi, hósthóst. þegar ég fer að róta í hausnum á mér og leitandi að Leif sé ég fyrir mér atvik á laugarveginum þar sem ég kallaði á hann og veifaði honum þvert yfir götuna og hann á móti. innilegri held ég nú ekki að okkar samskipti hafi verið :( puh, það er nú meira hvað maður getur verið í ósambandi. en jæja. Mýa krúsídúlla varð tvítug á síðasta ári og ég trauð mér í afmælisveisluna ásamt honum Vigni sætabusku (sem um verður rætt síðar) og þekkti engann. mjög skemmtó. skemmtilegast var þó þegar ég fór inní eldhús og heilsa innilega og kyssi strák sem var viss um að væri Ástþór vinur minn, en fattaði svo síðar að þetta var bróðir hennar mýu. sem ég þekki ekki neitt. snild. en hann er nú myndarlegur, svo þetta var ekki allt til spillis. hóhóhó :) mýa á kött (eða ketti) og síðast þegar ég sá hana var hún í ógeðslega flottum bláum bol sem mig langar í. útúrkú. Hellubrautar- Palli er sá einna mest yndislegasti. hann hamstrar líka áfengi, á alltaf til allavega 2 eða 3 tegundir af bjór, svo maður minnist nú ekki einu sinni á sterkavíns úrvalið. ekkert smá nettur :) einu sinni vorum við palli í fred flinstones nintendo leik og vorum búin að vinna einhver milljón borð þegar pabbi hans kemur inn og skipar okkur að fara út að leika okkur. það var sko sumar. og svo ýtir hann á on/off takkann á tölvunni en heldur honum inni svo það slökknar ekki. palli tjúllaðist nottla en svona til að redda málunum teipuðum við takkann fastann og héldum áfram langt fram eftir degi. stundum vorum við líka í batmanleik útí garði og þar var lítil, frekar ljótur svartur kofi og hann var batman hellirinn okkar. ég var alltaf robin. hehe. við palli eigum (einkaréttsmálin eru í vinnslu) uppskriftina af ótrúlega speisaða kokteilnum vodka-gin. en í honum er einmitt vodka og gin. snorri er bassi og lífræðingur. eða svo gott sem. við kynntumst svona óvart í gegnum stefaníu vinkonu mína og tobbu. og tinnu. skondið mjög. við fórum á árinu á kaffibarinn og fengum okkur bjór og nachos. namminamm. báðum meira að segja um auka sósu. snild snild snild. sunna sveins er í danmörku í þessum töluð orðum að líta eftir ungum drengjum. segi ekki orð meira um það, hehe ég held ég geti með sönnu sagt ða hún er sá allra gall harðasti hansen-isti sem uppi hefur verið á þessari öld (grímkell og co. tilheyra þá þeirri sem kláraðist hér fyrir 4 árum). við kynntumst í kórnum eins og svo oft vill verða og svei mér þá ef það var ekki bara hörkustemming. við fórum til bandaríkjanna og Sunna keypti sér fullt fullt fullt af ótrúlega asnalegum bolum sem allir áttu það sameiginlegt að vera úr plasti og þannig hannaðir að maður vissi ekkert hvernig þeir áttu að snúa. ó hó geðslega fyndið. telma er stundum kölluð litla frænka, en ég veit alls ekki afhverju af því tæknilega séð erum við ekkert rosalega skyldar. samt nottla soldið, Nikulás Sigurðson, 1772- 1832, var nefnilega afi langömmu afa míns en afi langafa afa hennar Telmu (áttundi liður). annað sem er merkilegt er það að konan hans Nikulásar, Kristín, fæddist 1779 og er ekki ennþá dáin. allavega ef maður tekur mark á íslendingabók. jájájá. Telma er í söngskólanum í reykjavík og við höfum yfirleitt hisst svona 2-3 á mánuði í strætó. nú er ég einmitt nýbúin að kaupa mér grænakortið svo ég get farið að bíða spennt eftir að hitta telmu á næstu vikum.

...pása...