nú er klukkan korter í fimm og víólan mín er ekki ennþá búin að hringja. úff. ég fer bráðum að gráta af angist!
áðan var samt skemmtilegt, því að Þórunn Guðmundsdóttir (ein af þremur) kom og gaf mér 2 pör af sokkum. hún er svo næs.
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
þriðjudagur, mars 16, 2004
ó mig auma!!!
mín ástkæra ylhýra og umfram allt mjög huggulega víóla er þessa stundina stödd í ábyrgum og alúðlegum höndum Jóns Marínós fiðlusmiðs. ég treysti honum vitaskuld fullkomnlega fyrir minni kærustu eign, en ég verð að viðurkenna að ég er engu að síður mjög miður mín að hafa hana ekki hjá mér. svo sit ég bara og Stari á símann minn. ég get ekki beðið eftir að hringingunni sem leysir mig undan oki þjóðskjalasafnsins og leysir mig inn í hinn fagra heim með nýjum hárum á boganum mínum.
*andvarp*
en talandi um Jón Marínó... ég sló honum inn á Google.com til að sjá hvort hann væri með heimasíðu. úbb úbb úbb!
mín ástkæra ylhýra og umfram allt mjög huggulega víóla er þessa stundina stödd í ábyrgum og alúðlegum höndum Jóns Marínós fiðlusmiðs. ég treysti honum vitaskuld fullkomnlega fyrir minni kærustu eign, en ég verð að viðurkenna að ég er engu að síður mjög miður mín að hafa hana ekki hjá mér. svo sit ég bara og Stari á símann minn. ég get ekki beðið eftir að hringingunni sem leysir mig undan oki þjóðskjalasafnsins og leysir mig inn í hinn fagra heim með nýjum hárum á boganum mínum.
*andvarp*
en talandi um Jón Marínó... ég sló honum inn á Google.com til að sjá hvort hann væri með heimasíðu. úbb úbb úbb!
ef einhver segir við mig í dag "æj, þú geymir þetta bara bak við eyrað" þá verð ég brjáluð!
en það er vegna þess að ég er með svo hlussustóra og ljóta bólu bak við eyrað að það stendur beint út í loftið og ég er búin að vera að reka það utan í hluti í allan morgun.
helvítis bólur :@
en það er vegna þess að ég er með svo hlussustóra og ljóta bólu bak við eyrað að það stendur beint út í loftið og ég er búin að vera að reka það utan í hluti í allan morgun.
helvítis bólur :@
illt í maganum :(ég fékk mér þykkmjólk með kornum og ferskjum í morgunmat og gamla flatköku með ógeðslegum osti. reyndar henti ég flatkökunni um leið og ég fann hvað það var vont bragð af ostinum. en hvað sem því líður þá er ég núna að drepast úr magapínu og er eiginlega soldið flökurt líka. brjáluð stemming, svo ég segi nú ekki meir.
æfði mig eiginlega ekkert í gær, fór bara út að skokka og svona, maður er svo brjálaður þessa daganna, en núna er með massa-samviskubit dauðans og sjálfsvorkunar-niðurrifspúkinn hangir yfir mér eins og rottan á hjarðarhaganum sem við Jón sáum um helgina.
hún hékk nú reyndar ekki, rottan sko... stóð bara út á götu og var í rólegheitum að éta grjót. merkilegar þessar rottur, þær eru ekkvað svo ógeðslegar, samt eru þetta bara nagdýr. oftast finnast manni nagdýr vera sæt og dúlluleg. samanber hamsturinn sem ég átti og hét Dúlli (já ég veit). en af hverju hún var að éta grjót veit ég hins vegar ekki. ég myndi nú halda að dýr yfirleitt borðuðu ekki grjót. kannski hefur hún fengið magapínu eftir á eins og ég er með núna... hvað veit maður?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)