þriðjudagur, mars 16, 2004


illt í maganum :(ég fékk mér þykkmjólk með kornum og ferskjum í morgunmat og gamla flatköku með ógeðslegum osti. reyndar henti ég flatkökunni um leið og ég fann hvað það var vont bragð af ostinum. en hvað sem því líður þá er ég núna að drepast úr magapínu og er eiginlega soldið flökurt líka. brjáluð stemming, svo ég segi nú ekki meir.
æfði mig eiginlega ekkert í gær, fór bara út að skokka og svona, maður er svo brjálaður þessa daganna, en núna er með massa-samviskubit dauðans og sjálfsvorkunar-niðurrifspúkinn hangir yfir mér eins og rottan á hjarðarhaganum sem við Jón sáum um helgina.
hún hékk nú reyndar ekki, rottan sko... stóð bara út á götu og var í rólegheitum að éta grjót. merkilegar þessar rottur, þær eru ekkvað svo ógeðslegar, samt eru þetta bara nagdýr. oftast finnast manni nagdýr vera sæt og dúlluleg. samanber hamsturinn sem ég átti og hét Dúlli (já ég veit). en af hverju hún var að éta grjót veit ég hins vegar ekki. ég myndi nú halda að dýr yfirleitt borðuðu ekki grjót. kannski hefur hún fengið magapínu eftir á eins og ég er með núna... hvað veit maður?

Engin ummæli: