þriðjudagur, mars 16, 2004

ó mig auma!!!
mín ástkæra ylhýra og umfram allt mjög huggulega víóla er þessa stundina stödd í ábyrgum og alúðlegum höndum Jóns Marínós fiðlusmiðs. ég treysti honum vitaskuld fullkomnlega fyrir minni kærustu eign, en ég verð að viðurkenna að ég er engu að síður mjög miður mín að hafa hana ekki hjá mér. svo sit ég bara og Stari á símann minn. ég get ekki beðið eftir að hringingunni sem leysir mig undan oki þjóðskjalasafnsins og leysir mig inn í hinn fagra heim með nýjum hárum á boganum mínum.
*andvarp*
en talandi um Jón Marínó... ég sló honum inn á Google.com til að sjá hvort hann væri með heimasíðu. úbb úbb úbb!

Engin ummæli: