miðvikudagur, febrúar 12, 2003



æj, krútt
nú er miðvikudagur og ég í rólegheitum minum að bíða eftir að klukkan verði það nálægt 09:34 að ég geti rölt mér niður á Hlemm og tekið strætó uppí háskóla. það eru bókmanntaritgerðir, börnin góð.
ég var einmitt að enda við að prenta út þetta líka glæ-hæ-sihi-lega eintak af umfjöllun minni um smásöguna völuspá á hebresku. ágæt smásaga svossem. en umfjöllunin... úff vá! það eru sko bókmenntir.
eða þannig sko.
svo er hárið á mér ótrúlega úfið. hvað ætli fólk haldi eiginlega?