fimmtudagur, febrúar 17, 2005

mynd

kona: hey strákar partý hjá mér í kvöld
kall nr. 1: hí hí ég er búin að setja hurðarsprengjur á allar skáphurðarnar!
kall nr. 2: (áhugalaus) vei
kall nr. 3: (enn áhugalausari) húrra

allt er vænt

hún iðunn megabeib sem er aldeilis búin að breyta blogginu sínu í það allra flottasta margmiðlunargagnvirkt alheimsnet (eða næstumþví;) var að birta link yfir á þessa síðu hér sem kennir fólki að skera grænmeti. mér fannst þetta bara svo ógeðslega kúl að ég gat ekki annað en stolið þessu miskunarlaust af síðunni.
hmoah ho ho ho
mér er illt í augunum. samt nenni ég ekki að taka úr mér linsurnar. mér gengur illa í skólanum af því að ég æfi mig ekki og það gerir mig mjög fúla. brjáluð djammhelgi er frammundan og ég á svona sirkabát 80 krónur.
ég held að það eina sem hægt er að gera í málinu sé að fara á barinn eftir vinnu og fá sér bjór.