oh ég man ekki hvenær ég setti upp jólatréið mitt síðasta ár. mamma setti jólatréið alltaf upp á Þorláksmessu, en mig minnir að ég hafi ekki getað beðið í fyrra og sett það upp fyrr.
mikið fyrr.
er fyrsti í aðventu of snemmt?
mig langar að setja upp jólatréið mitt....
talandi um jóla, þá fær pabbi minn fullt hús stiga fyrir að hætta við aðkaupa vínarbrauð með kaffinu og gefa mér í staðinn steikt fallega jólastjörnu :)
ef einhverjum vantar hugmynd af afmælisgjöf handa mér þá langar mig í salat-þeytivindu.... svona sem maður setur salatið sitt í og snýr þannig að allt vatn fari af því. ég átti svoleiðis úr IKEA en það fór í taugarnar á mér einu sinni þegar það festist og ég bankaði laust í lokið á því. með hnefanum. svo það brotnaði :/ úbs.