þriðjudagur, maí 06, 2003


nú fer að líða að því að einhver heppinn verði FIMMÞÚSUNDASTI GESTURINN, hér á bloggið.
en ég er í svo grumpy skapi að mig langar ekkert til að hafa verðlaun.
jú reyndar. og ég er eiginlega ekkert grumpy lengur, ég fékk nefnilega email frá Eyfa og hann þykist ætla að fara að blogga á nýjan leik. :D það eru nú gleðifréttir.
svo fékk ég líka bréf í gær frá henni Siggu minni í frakklandi og það var aldeilis gaman að heyra í henni. úff hvað mig hlakkar til að sjá hana. reyndar er hún búin að fá sér vinnu á vík í mýrdal eða eitthvað álíka vængefið, í sumar, en jó....
fer ekki rúta þangað?
híhí.
svo ætla ég nú hringinn líka. það eru bara komnir ansi margir áfangastaðir.... Vík í Mýrdal, Tálknafjörður, Hvammstangi... ;) hehehe
grump á grump!
haldiði ekki að herra Brokovitz, káti skúringarkallinn hafi bara kippt tölvunni minni úr sambandi þegar hann fór hér um eins og stormsveipur í hádeginu!
eins gott að maður var búinn að seifa vel og vandlega!
þetta virðist aldeilis ætla að vera dagur eins og ég ákvað í morgun....
hmmm...
kannski spurning um að vera með aðeins jákvæðara attitjúd.
samt ekki. stemmari að vera í fýlu... hehe (ég meina hrumpf!)


ég var að stela fiðrildi af blogginu hennar Tinnu Helgadóttur sem var með mér einu sinni í kór, þannig að mér finnst fallega gert af mér að linka á hana. þetta er líka flott Blogg hjá henni.
ekki það að ég sé að verða jákvæð. þetta verður Skúli Fúli dagur.
Grumpfh!
en tilgangurinn með stuldi þessa fiðrildis er sá að ef það er í lit, þá á að vera hægt að ýta á það og þá er hægt að msn-a mig.
ekki það ég búist við því að þetta virki.
Hrump.
Í dag fór ég í sund um 7 leytið og það SNJÓAÐI á mig!
hvað er eiginlega AÐ þessu landi? getur það ekki bara verið vetur og svo vor? síðan kannski sumar seinna meir, ef það er ekki til of mikils ætlast? ég er farin að TELJA niður dagana þangað til ég get flutt í burtu frá þessu skítaskeri dauðans þar sem allt er ömurlegt og ljótt og kalt!!!
:(