þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
þriðjudagur, maí 06, 2003
nú fer að líða að því að einhver heppinn verði FIMMÞÚSUNDASTI GESTURINN, hér á bloggið.
en ég er í svo grumpy skapi að mig langar ekkert til að hafa verðlaun.
jú reyndar. og ég er eiginlega ekkert grumpy lengur, ég fékk nefnilega email frá Eyfa og hann þykist ætla að fara að blogga á nýjan leik. :D það eru nú gleðifréttir.
svo fékk ég líka bréf í gær frá henni Siggu minni í frakklandi og það var aldeilis gaman að heyra í henni. úff hvað mig hlakkar til að sjá hana. reyndar er hún búin að fá sér vinnu á vík í mýrdal eða eitthvað álíka vængefið, í sumar, en jó....
fer ekki rúta þangað?
híhí.
svo ætla ég nú hringinn líka. það eru bara komnir ansi margir áfangastaðir.... Vík í Mýrdal, Tálknafjörður, Hvammstangi... ;) hehehe
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli