aaah... haldiði ekki bara að ég sé farin að hlusta á gömlu góðu strákana í Deftones. þvílík snilld! þess konar hljómsveit sem maður getur hlustað á aftur og aftur og aftur. ég er að hlusta á nýjasta diskinn, white pony. ég hélt einu sinni að textinn í fyrsta laginu væri geggjað flottur og innihaldsríkur. þar til ég las hann. þá kom í ljós að þetta er algjört bull, en ef maður heyrir bara eitt og eitt orð eins og ensku-óvitinn ég, þá er hann töff. ég ætti eiginlega að þróa þessa "mis"heyrn mína aðeins, svo að ég heyri alltaf eitt og eitt orð, sem myndi afleiða það að ég heyrði bara alltaf fólk tala vel um mig. og þá yrði ég alltaf kát...
skemmtileg pæling sko.
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
þriðjudagur, mars 25, 2003
er ekki bara farið að snjóa eins og ég veit ekki hvað.
soldið skrítin stemming, minnir óþyrmilega á hversu mikið maður vildi að það væri snjór um jólin... þetta er eiginlega soldið eins og ef að hommi fær að gista uppí rúmi hjá manni. maður veit að ekkert á eftir að gerast og maður er alfeg sáttur við það, samt er voða þægilegt að hafa einhvern hjá sér og minnir mann kannski soldið á huggulega stundir. EF maður hefur átt huggulega stundir uppí rúmi, þeas...
úff hvað maður hugsar mikið í strætó á svona ókristilegum tíma. hvað er eiginlega málið að taka strætó kl. 8:06?!! er ég gengin af vitinu? jeeeeessör....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)