þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
æj æj
ég fór á æfingu í morgun af nútímastykkinu sem ég er að spila í. píanó, flauta, klarínett, trompet, fiðla, víóla, selló og kontrabassi. og slagverk en það er nú eiginelga ekki hljóðfæri svo maður telur það ekkert með (hehe).
gekk svossem bara ágætlega sovna þannig. tónskáldið hefur greinilega ekki mikla trú á víóluleikurum því ég er nokkurn vegin alltaf að gera það sama og fiðlan eða sellóið. nema þegar koma reglulega erfiðir kaflar... þá er ég í þögn.
en maður svossem kvartar ekki yfir því :)
það semer meira merkilegt er að ég hjólaði í skólann og aftur heim og er þessvegna orðin mikið mjórri en í gær. ég er líka öllu meira illa lyktandi af því að ég svitnaði svo mikið. apalegt.
en svo er ég komin heim og ætla að fá mér góðan -EN kaloríusnauðan hádegismat og æfa mig svo geðveikt mikið þannig að fólk verði alfeg bara "vó... sjett..." næst þegar það heyrir mig spila.
jeh.
eina sem angrar mig smá, er að ég er eiginlega allt í einu orðin skítþreytt og rúmið mitt er meira en heillandi.
púúúúúú!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)