mánudagur, ágúst 18, 2003

jæja, nú ætlar tóta MJÓA að fara í leikfimi. óskið mér góðs gengis (og langlífi) ;)
ég var ekkvað að skoða manga myndir eins og ég hef verið að gera á fullu síðastu vikur og fann svona líka geggjaðan gaur sem er að gera FRÁBÆRA list. linkurinn á síðuna er hérna til hægri, undir nivbed. þar fann ég þessa mynd hér sem mér finnst ótrúlega flott. en þessi texti var víst inspírasjónin...
reyndar veit ég ekkert hvað lag þetta er, var að reyna að finna það á netinu en gekk illa.... hmmm.... oh well.

The Garden -PJ Harvey

And he was walking in the garden
And he was walking in the night
And he was singing a sad love song
And he was praying for his life
And the stars came out around him
He was thinking of his sins
And he's looking at his song - bird
And he's looking at his wings

There inside the garden
Came another with his lips
Said, 'Won't you come and be my lover?'
'Let me give you a little kiss'
And he came, knelt down before him
And fell upon his knees
Said, 'I will give you gold and mountains
If you stay awhile with me'

And there was trouble taking place

There inside the garden
They kissed, and the sun rose
And he walked a little further
And he found he was alone
And the wind, it gathered round him
He was thinking of his sins
He was looking at his song - bird
And he was looking at his wings

And there was trouble taking place
Tchaikovsky
Sextet in D minor, Souvenier of Florence, 1st mvt

þetta er geggjað flott. víólurnar EIGA þetta verk. snild snild snild.
jahérna. búin að hringja.
svona er ég dugleg :) þá vantar bara að ég losni við 30 kíló og þá er ég fullkomin!
ég er búin að vera að reyna að ná upp í tónlistarskóla í allan dag, en það er alltaf á tali. svo virðist sem þau hafi klúðrað umsókninni minni enn eitt árið. ég er nefnilega að fara að læra söng, sótti um AFTUR vegna þess að þessu var klúðrað síðasta ár líka. djöfull getur maður pirrað sig út af svona hlutum. svo þarf ég að hringja í fólk og útskýra þetta og ganga frá borgun og bladíbla.
ég sem ÞOLI ekki síma!
en þetta kemur allt í ljós.
vona ég.
vó hvað er mikið til af flottri spænskri tónlist. ég var t.d. að hlusta á gítarkonsert eftir Joaquin Rodrigo, geggjað flottur. vá hvað maður á eftir að hlusta á margt....
Mánudagar eru alltaf svo leiðinlegir. púff. ég reyndi til dæmis að vakna klukkan hálf sjö til að fara í sund í tvo tíma. þeas, ég slökkti meðvitað á klukkunni minni á 9 mínútna fresti þangað til að ég sá að ef ég myndi ekki drífa mig, myndi ég sofa yfir mig. eða svona þannig. sefur maður yfir sig ef það er meðvitað? er það ekki bara leti? allaveganna!
helgin var skrítin og menningarnótt var öMurleg eins og alltaf. svo að segja eini góði hluturinn var að hitta Tobbu og Hjalta-með-hatt, en þau reyndu bæði að fá sér annan sopa úr tómu rauðvínsflöskunni sinni á meðan við vorum að tala við þau. :) snilld. reyndar er það kannski ofsögum sagt, að það hafi verið það eina skemmtilega, þetta var ágætiskvöld, ég fékk fullt af bjór og hitti Iðunni, Eyfa og kynntist Dagnýju mega bloggara, sem ég hafði ekki kynnst áður. ekki það að maður kynnist fólki oft. hm. en hún er bæði sæt og skemmtileg, vei vei! takkfyrir að heimila mér þann heiður aðfá að kynnast þér Dagný ;)
svo fórum við eyfi á cafe cozy og sáum skeggjaða hommann hella niður svo mörgum bjórum í kringum sig að við héldum dauðahaldi í glasið okkar og vorum á tímabili að spá í að spenna upp regnhlífina. svo endaði kvöldið með strætó ferð heim. sooooldið fyndið, en mjög hagkvæmt. ég vildi óska að næturstrætó færi líka um helgar, maður er gjörsamlega á hraðri leið til gjaldþrots, takandi alla þessa leigubíla. hrumpf! en í strætó hittum við bergþór, lilju og hlyn. en það er einmitt gaman að segja frá því að lilja er minnsta manneskja sem ég þekki, og hlynur sú stæðsta.
svo erum við eyfi búin að tala ofboðslega mikið saman.
gott gott, ælovjúbeibí.