ég veit ekki hvaða ógurlega stemming var hjá mér að vakna hálfsex í morgun og geta ekki sofnað aftur. góndi bara uppí loft og fór til skiptis fram að ná í vatn að drekka og fram að pissa. svo lyppaðist ég á fætur um áttaleytið og fór í sturtu.
held þetta sé kannski að kikka inn.... þetta er SÍÐASTI föstudagurinn minn í birm, er að fara hitta fólk í dag sem ég á ekki eftir að sjá aftur for LOOOOONG TIME og fleira í þeim dúr. svo er ég með asnalega áhyggjur eins og hvort það verði erfitt fyrir mig að koma öllum kössunum niður og út í sendiferðabíl (fékk sko email um það að bílstjórinn mætti sko ekki hjálpa mér, hann þyrfti að vera INNÍ bílnum) og hvort ég nái að fara til London á mánudaginn í tíma til Rivku. og ef ég næ því, hvort ég geti redda mér gistingu í london eina nótt.
það tekur því varla. æj ble.
weirdo weird.
annars stefnir allt í VEEEEEEL mannað og sveitt good-bye partý í kvöld, bein útsending á web caminu, haha!
jæja... af stað með hlassið, þarf að loka barcleys bankareikninginum mínum í dag! :D:D yay!