sunnudagur, apríl 06, 2008

búhú


er komin í herbergið mitt góða í birmingham. það biðu mín reyndar góðar gjafir, t.d. heftari sem er flóðhestur og svo box með hauskúpu á :) veiveivei. þetta var frá yael vinkonu minni sem fékk að gista í stofunni okkar og fannst hún endilega verða að þakka fyrir sig. vona ég þurfi ekki aðgera það sama þegar ég skunda til Ísrael og hlamma mér inní stofu hjá henni, hohoho!
nei djók.
annað skemmtilegt sem beið mín var "the rise and fall of ruby woo" sem er hljómdiskur með hljómsveitinni the puppini sisters. bara nokkuð hressar stúlkur.... er að hlusta á diskinn núna, hann er eiginlega of kátur fyrir égerekkilengurheimaáíslandi-fýluna sem ég er í. en ég get þá kannski bara skellt walton eða martinu víólukonsertunum í... þetta var s.s. sending frá gæðafyrirtækinu amazon sem barst hér til mín meðan ég var á fagraíslandi. ég er samt ekki búin að minnast á stæðsta hlut sendingarinnar, en hann er líka þess eðlis að vont er að minnast á herlegheitin án þess að fá tilhlökkunarhroll og gæsabólur um allan skrokk.
sería átta af D A L L A S ! ! !

verst er ég lofaði heittelskuðum tilvonandi að bíða með að horfa á hana þar til við hittumst að nýju... ætla rétt að vona örlögin sjái til þess það verði fljótlega.

jæja allir að þyrpast á msn og tala við mig.
eftir svona klukkutíma, þarf að fara og kaupa í matinn. hér biðu mín reyndar appelsínur frá því fyrir páskafrí.... en.... tjah...