föstudagur, maí 19, 2006

ég veit ekki hvað í andskotanum ég er að gera komin og fætur og búin að klæða mig og ég veit ekki hvað oghvað. flugið mitt er ekki fyrr en kl. 10 og ég er svona 10 mín að labba á lestarstöðina og 9 mínútur þaðan út á flugvöll.
en maður er bara svo fjandi spenntur! hohoho
er sko að fara til Kjöben að heimsækja hommana mína. ég er náttúrulega yfir mig hneyksluð á að ísland skyldi ekki komast áfram í júró, þetta er greinilega ekki alfeg alltílagi lið sem dæmir þetta... var fólk í alvörunni að hlusta á lagið frá tyrklandi?
ég hef nú reyndar ekki heyrt það sjálf, en ég veit að það var ömurlegt og sylvía okkar mikið betri.
jammsííí...
en nú eiga allir að hugsa vel til skýjanna sem eru í köben og reyna að lokka þau út á atlantshaf því ég nenni ekki að þurfa að fara að kaupa mér hlýja peysu þegar ég kem þangað.

túúúúrílúúúú!