1)
ég þoli ekki þegar fólk geispar. ég veit það er stundum ekki hægt að stjórna því og ég geispa sjálf helling. það fer samt ógeðslega í taugarnar á mér. sérstaklega ef maður er að tala við einhvern... og svo sér maður bara allt í einu hálskirtlana á því?
úff ég fæ bara illt í bakið
2)
þegar ég er mjög pirruð yfir einhverju fæ ég fiðring í mjóbakið... ekki kannski verkur, en svona þrýstingur. mjög asnalegt. annað líkamlegt asnalegt er að þegar ég ryksuga fæ ég hausverk bakvið eyrun sitthvoru megin.
3)
þó ég hafi búið hér á H64 í næstum 3 ár, er ég ennþá að ruglast á hvaða takki á við hvaða hellu á eldavélinni.
4)
ef það er mjög mikið að gera hjá mér og allt þyrfti að gerast í gær (móment þegar annað fólk fær taugaáfall úr stressi), verð ég mjöööög þreytt og værukær og á það til að leggja mig í tíma og ótíma.
reyndar komst ég að því núna nýlega að Halli frændi er svona líka... yay!
5)
ég ætlast oft til þess að fólk geri hluti sem ég er ekki tilbúin að gera sjálf
6)
mér finnst ég yfirleitt betri/klárari/sniðugri en ég er í raunveruleikanum
7)
mér finnst gaman að æfa mig, en finn mér yfirleitt eitthvað annað að gera þegar ég hef lausan tíma. eins og t.d. þessi póstur og tölvuleikir.
8)ég GET ekki beðið eftir 6. seríu af House... mig dreymdi house meira að segja einu sinni...
9) þetta áttu að vera 10 atriði en mér datt ekki nema 8 í hug. FAIL.