föstudagur, september 03, 2004


Posted by Hello

þetta er ég. voða sæt. en þarna má með sönnu sjá að ég þarf mjög nauðsynlega að komast í klippingu. ég býð hverjum þeim sem telur sig ráða við þetta hár að kommenta hér fyrir neðan. stutt verklýsing, kostnaðaráætlun og C.V. skal fylgja.

þarna má líka sjá nýju gleraugun mín. Yeah! prada beibí, prada!
(éger ekki að plata)
blogg um geitung

áðan flaug geitungur inn um gluggann hjá okkur jónisæta á skrifstofunni og hann öskraði eins og lítið stúlkubarn. tóta hugdjarfa lét sér þó fátt um finnast og náði með (svo aðsegja) einni handsveiflu að veiða litla skinnið í glerglas. svo stóð glasið bara á borðinu hjá mér í smá stund. öfugt nottla svo hann kæmist ekki út, geitungurinn. jónsæti hélt áfram að ýla uppi á skrifstofustólnum og þá datt mér það snjallræði í hug, hvort ekki væri hægt að þjálfa svona geitung sem gæludýr. eða öllu heldur árásardýr. hehehe.
geitungar eru litlir og þægilegir í meðförum. maður gæti geymt þá í vasanum bara, eða á öxlinni ef maður væri nú að labba í skuggalegu hverfi svo allir myndu sjá. þeir eru mjög matgrannir, einn sykurmoli myndi t.d. duga. Alltaf. svo menga þeir ekki neitt og eru ekki í neinu stéttarfélagi heldur, svo maður gæti komið geðveikt illa fram við þá. þeir kunna ekki heldur að lesa. hohoho.
en svo var mér litið niður á pilsið mitt og það er brúnt, svo ég henti honum útum gluggann. ég er sko ekki týpan í vera með lífvörð sem ekki bekenar við fötin mín.
hú hú
stundataflan mín er öll að skríða saman, held ég endi á því að vinna á skjaló tvisvar í viku frá 8 *hóst* til 4. eða eitthvað svoleiðis. reyna svo að nota hina dagana til að æfa mig og fara í tíma og svona allt saman. jájá. er heldég meira að segja að fara í tónlistarsögu, svona í fyrsta skipti í milljón ár. átti alltaf eftir að taka tónlistarsögu númer FIMM. :) ég elska tónlistarsögu. svo er bara spurning um að massa þetta almennilega og gerast besti víóluleikari bæjarins og sópran söngkona Dauðans.
-ho ho ho ho!

en svo átti hann pabbi minn afmæli í gær og varð 43 ára! húrra fyrir því :)