stundum eru hlutirnir skrítnir. ég er við það að falla á tíma við það að undirbúa Brammsa litla fyrir miðvikudagstónleika en það eina sem mér tekst að gera er að drekka te, lesa blogg og hlusta á breskt píkupopp. og jú ég reyndar límdi Bruch píanópartinn minn.
vandinn virðist að einhverju leyti snúast um fyrrnefnt píkupopp, en þar grenja misgóðar breskar söngkonur um ástina á misgóðan hátt. og gáfulegan. samt sem áður er ég í kjölfarið komin með massa-heimþrá og finnst ég algjörlega ein og yfirgefin. sem er nú bull í meira lagi, hér er allt morandi í fólki.
eða svona.
svo var ég með stæla við kvartettinn minn. samt mjög þarfa stæla og ég baðst seinna afsökunar og útskýrði mál mitt. ég er bara alls ekki til í að vera með kvartettæfingar sem snúast bara um það að blaðra um ekki neitt og spila í gegnum verk. ég vil æfa eins og manneskja, svo er vel hægt að blaðra eftirá. fékk nú samt smá sammara, bretar taka svona yfirlýsingum illa... það er ekki í þeirra kúltúr að bara segja hlutina eins og þeir eru. allt fer fram einhvernveginn án þess að orða það beint út.
óþolandi drasl.
oh jæja.... 5 mánuðir eftir. :)