miðvikudagur, janúar 31, 2007

ekki hálshöggvin

og sá enga hryðjuverkamenn í dag. nema náttúrulega sekjúrítí gaurinn í skólanum sem virðist ALDREI fara í bað. en tjekkið á þessu: "Þá voru nokkrar bifreiðar fjarlægðar, þar á meðal hvítur sendiferðabíll."
HVÍTUR SENDIFERÐABÍLL?!! ég hjóla framhjá hvítum sendiferðabíl á HVERJUM DEGI. pottþétt sá sami.... nú ferég og kaupi mér meis.
annars allt gott.

mánudagur, janúar 29, 2007

mesta bullið

fáránlegasta drulla þessarar annar er komin úr prenti. gjörsamlega ekki pappírsins, hvað þá bleksins! virði. en ég var semsagt, Nauðug, í áfanga um strengjakennslu. einu sinni í viku kom mjög misviturlegt fólk og sagði okkur frá hvernig það kenndi krökkum. flestir reyndu líka að selja okkur kennslubækurnar sem það sjálft hafði gert og þær voru allar svo hræðilega mikið 'það er gaman að læra!' að manni varð hálf óglatt. svo er þetta náttúrlega ekki alvöru nám, frekar en annað bóklegt hér í menntahöllinni Birmingham Conservatoire (tjekkið á franska hreimnum), svo að til að standast áfangann, sem reyndar skiptir engu máli þó maður falli í, þarf maður að skil inn dagbók.
ég var lengi vel að spá í að skila innsvona 'elsku dagbók...' dagbók þar sem ég myndi telja upp það sem ég át, hversu mikið ég saknaði jónssæta og svo myndi hver færsla enda á smá umræðu um hversu ömurlegt veðrið í englandi er. jafnvel þá í samanburði við önnur lönd.
en allavega, þessu er ég búin að skíta útúrmér og bíð núna alfeg í ofvæni eftir að morgundagurinn rísi upp svo ég geti skutlað þessu inn. oh my.

smá sýnishorn til aðþið áttið ykkur nú örugglega á alvöru málsins:

String teaching for an LEA Music Service, John Clemson was again replaced, now with his wife

Sadly I didn’t catch the poor woman’s name which talked to us about the Birmingham music service. She told us what we would have to do and prove to the Music Services when applying for them, which was very useful. We have to hand in an application and have an interview where questions about teaching methods could be asked. Which makes you realize that choosing some sort of a method to follow is maybe not mandatory, but implied. But it’s very good to be able to point out to future employers that I actually have some method to follow, not just making something up on the way.

föstudagur, janúar 26, 2007

til hamingju með daginn!

eeeelsku besta sæta Dagga mín!
Þú ert laaaaang best af öllum og ég elska þig.
milljón kossar og knúúúúúús





sjáiði bara þetta smetti... þau gerist ekki fallegri :)

miðvikudagur, janúar 24, 2007

ein handa mömmu


þessi dökki = kaupa tannbursta
rauði = þvo naríur

skrítið hvernig maður verður alltaf líkari og líkari mömmu sinni með aldrinum :) ég er reyndar hæst ánægð með það, það væri mikill heiður að fá að verða jafn yndisleg manneskja og hún mamma mín, þó ég nái nú örugglega aldrei að verða jafn kærleiksrík, myndarleg og skemmtileg og hún. alltaf hægt að reyna samt.

annað skemmtilegt frásagnar er það að frá og með í gær kaupi ég the independent á hverjum degi í viku og á að skrá hversu margir ritdómar eru þar um klassíska tónlist. þetta er sko verkefni í skólanum, mér datt þetta ekki í hug sjálf. en ástæðan fyrir því að ég valdi þetta blað, er sú að the independent gefur alltaf eitthvað með blaðinu. þessa vikuna eru það póstkort með breskum fuglum :) gæti ekki verið meira viðeigandi.

svo mega allir gjöra svo vel og hugsa hlýtt til tveggja ritgerða og einnar fúgu (sem reyndar er þriggja radda) og að sá sem les yfir þessi hroðaverk mín verði uppfullur af þolinmæði, umburðarlyndi og helst hálf sofandi.

en jæja það er kannski kominn tími á ða fara að hugsa um að fá sér kvöldmat... klukkan náttúrulega ekki nema 5 mín í ellefu. :) langir dagar rokka!

sunnudagur, janúar 21, 2007

ég er svo þreytt að ég er alfeg stíf.
klukkan líka alfeg að verða þrjú bráðum.... en fúgan er búin og ein ritgerðin eiginlega alfeg líka.
svo er ég geðveikt drullug af því ég nenti ekki í sturtu áðan. langar núna en klukann er alfeg að verða þrjú bráðum. maður er svo tillitsamur.
jæja
sofa
lovjúgæs

föstudagur, janúar 19, 2007

1284

orð komin í ritgerðina mína um Pipe dream. sem er tónverk eftir einhverja gellu sem finnst ekki í neinum bókum eða bókasafnsskrám. bögg.
kannski er hún ekki einu sinni til. jú ég reyndar rakst á nafnið hennar á google, við hliðina á nafni kennarans sem er með þennan áfanga og á eftir að lesa yfir þessa ritgerð. púff. örugglega einhver svaka vinkona hans og ég rakka niður verkið hennar. neinei segi svona. en þessi ritgerð er svo uppfull af bulli þið mynduð örugglega ekki trúa mér ef ég segði ykkur frá því. ætla nú samt að koma með smá dæmi.... 2 heimildir eru: www.talktofrank.com og http://blackdog.net/games/arcade/pipe/index.html
allt að verða vitlaust.
svo langar mig svo ógeðslega mikið til að taka einn Sims leik mér er næstum illt. en þaðmyndi nú bara enda í 4 tíma maraþoni og ég má nú ekki við því. svo þarf ég að vakna fáránlega snemma á morgun, búin að lofa mér á kvartett æfingu kl. 9. ekkert smá mikil stemming þar á bæ :)

en jæja... 716 orð eftir.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

á lífi

þar sem ég sagðist hálfpartinn búast við að hjóla oní holu í gær er kannski best að taka það fram ég gerði það ekki. og það er bara ekert búið að springa á hjólinu samt er ég búin að hjóla tvisvar í skólann og heim. nokkuð gott bara.
helst í fréttum er samt að ég er smá saman að átta mig á því að það verður bráðum að fara að byrja á þessum tvemur 2000 orða ritgerðum sem eiga að skilast á miðvikudaginn. svo þarf ég líka ða skrifa 3-radda fúgu en ég veti ekkert hvenær á að skila henni af því að ég er bbúin aðtýna blaðinu sem það stóð á. á þessu blaði stóð líka í nánari smáatriðum hvað þessi 3-radda fúga átti að innihalda... hvða hún ætti að vera löng og svona...
púúú.
en ég er s.s. búin að fá lánað efni í aðra ritgerðina og finna nótnaskrifspappír (og skrúfblýant!) fyrir fúguhelvítið.
svo nú er bara að hætta að hugsa um kvöldmat, 6 tíma hljómsveitaræfingu á morgun (sem ég er ekki búin að ná mér í parta fyrir) og byrja.
riiiight.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

bölvun hjóla-tótu

ég veit ekki hvernig ég get útskýrt þetta án þess að hljóma soldið eins og geðsjúklingur, en held það verði bara að hafa það.
ég er viss um að einhver/eitthvað Vill ekki að ég hjóli og það sé bölvun á hjólinu mínu, eða þá á mér ef ég hjóla á því.
það hefur sprungið á því linnulaust frá því ég fékk það og meira að segja sérútbúnar slím-slöngur virðast bara springa eins og 17. júní blöðrur undir mér þó að framleiðendur þeirra lofi því að öll göt undir 3 mm. eigi sjálfkrafa að lokast.
sem það gerir ekki.
en nú er ég búin að skella nýrri slímslöngu í og allt reddí... þvoði hjólið meira að segja og spreyaði WD-40 á öll sjáanleg liðamót og skrúfganga.
og hvað gerist?
mið-england breytist í andrúmslofts-sundlaug. það hefur rignt stanslaust síðan ég pumpaði í viðgerða dekkið og það ekki smá. líku er spáð út vikuna.
mig er farið að gruna að gæðablóðið Bryngerður amma mín sé farin að færa út kvíarnar og auk þess að setja upp vandlætingasvip og fussa sérkennilega þegar henni mislíkar, sé hún farin að stunda kukl og álaga-ásetningu.
henni fannst s.s. ekki sniðugt að ég skyldi kaupa mér hjól og ætla að hjóla í skólann...

en ég ætla nú bara samt að fara á hjólinu í skólann.

ef hér er ekkert bloggað á næsta mánuði þá hef ég hjólað oní holu og horfið af yfirborði jarðar.

mánudagur, janúar 15, 2007

sorry strákar

held við séum búin að láta allar ömmur og frænkur vita svo nú er bara alþjóð eftir:

jæja þá er truntan ykkar komin til fyrirheitna landsins. eða svona...
er allavega aftur komin í fjólubláa herbergi andskotans og ákvað að rifja upp fyrir sjálfri mér ó-tilvist tveggja ritgerða og 3radda fúgu sem sumt fólk ætlast til ég afhendi í byrjun næstu viku.

ætla að bursta tennurnar og sjá hvort það hjálpi eitthvað til.

allavega er kannski möguleiki á örlítli hreyfingu á bloggi allra landsmanna á næstunni, ekki sjens ég nenni þessum ritgerðaniðurgangi án þess að geta vorkennt mér all svakalega mikið.

adju