helgi afgreiddur
ég verð að skella helgarsögunni inn, aðallega vegna þess að ég hitti svo geðveikt mikið af fólki um helgina sem ég bara gjörsamlega verð að tala vel um. af því bara.
eníveis
eftir að hafa fengið ákaflega góðan fisk hjá henni móður minni á föstudagskvöldið fórum við Afi gamli heim að sofa, enda mikil brjálsemi yfirvofandi á laugardeginum. horfðum reyndar á einn Bondara og svo ógeðslega fyndinn southpark þátt þar sem Cartmann verður heimsfrægur fyrir að leika Jennifer Lopez með hendinni á sér. hohoho! en allavega... þá æfði ég mig helling fyrir hádegi og fór svo í Skírn hjá fyrsta fiðluleikaraBarninu sem ég þekki. sonur hennar Elfu Bjarkar var skírður Aron Ben við mjög Athyglisverða athöfn, sem hafði hvorki upphaf né endi og allt fólkið í kirkjunni leit alfeg eins út og mamma hennar Elfu. hún á s.s. milljón systur. mamma hennar Elfu, þeas. en ég, Eydís sæta og Hörður sniðugi mættum þarna og vorum kát og hress. ég bjóst nú reyndar satt að segja við að sjá herra Bjór og frú Útilegu, en þau voru höfðu greinilega ekki alfeg jafn mikinn frítíma. fröken kokteilbarinnogkasparí var með góða afsökun, þar sem hún var í útlöndum. djöfull vorum við hress. allavega ófeimin við kökurnar og átum eins og hross, enda mikið af hestafólki viðstatt veisluna. statt? stadd? allavega verð ég vel södd.
eníveis
í hesta/kökuveislunni hitti ég líka magneu sem var einu sinni með mér í kór og svo hana hafdísi sem var einu sinni (loooooong time ago) með mér í bekk og svo sætu, brjáluðu frændsystkini mín þau Breka og Kötlu sem voru alfeg einstaklega góð við Hundinn á heimilinu (er einsog stendur í áfallahjálp...) svo fór ég í sund og reyndi að synda af mér syndirnar (ohoho) en fékk bara brjóstsviða. mér var nær.
en sundið hressir og eftir það var ég það óviðjafnanlega hress að ég snýkti mér far með honum Ara Baldursfrænda inn í reykjavíkina og talaði við Rósumömmu í hálftíma áður en "the shopping queens" Arnar og Haffi ruddust inn, vopnaðir pokum (meðal annars svefnpokum, haha) úr þónokkrum herrafataverslunum bæjarins.
svo drukkum við bjór endalaust mikið þangað til ég krassaði partýið hennar Iðunnar eins og ég var búin að lofa, við örkuðum á ara í ögri og svo fór ég heim. hitti reyndar hana Guju á leiðinni og Magdalenu megabeib (ásamt kærasta -úhú húhú!) og þarf ég mikið að tala við fyrrnefndu. held samt hún sé farin til útlanda. sem minnir mig á það að hún Iðunn sæta er víst nú í þessum töluðu orðum á leiðinni út að E-sle- eikja sólina á spáni. úff maður hvað ég er abbó. samt er ég nú að fara til dartington, eins og minna má nú sjá hér til hægri.
ég drakk espressó í morgun.
nott a gúd ædé.
well...
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
mánudagur, júlí 26, 2004
ég var hjá augnlækni. sem var orðið afar þarft, svo ég segi nú ekki annað. en éger semsagt komin með mínus fimm á hægra auga og mínus fjórakommafimm á hinu auganu. blóm og kransar afþakkaðir, væn peningabúnt afar velþegin. þvegin jafnvel. ó ó aumingja ég.
en helgin var dýrðlega skemmtileg og frábær... segi ekki meir :) jafnvel að ég geri stutta úttekt síðar, er frekar þreytt sko. *geisp*
en helgin var dýrðlega skemmtileg og frábær... segi ekki meir :) jafnvel að ég geri stutta úttekt síðar, er frekar þreytt sko. *geisp*
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)