þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Blau-haut Verslunarmannahelgi

reyndar ekki jafn blaut innra... þ.e.a.s. miss tót gerði sér lítið fyrir og fór á Kristilegt mót í Kirkjulækjarkoti. ekki mikið um fyllerí þar, enda allir í stuði með Guði og engin aukaefni þörf :)
en almáttugur minn hvað rigndi mikið, púha! minnti mig helst á GayPride gönguna 2004, hoho. þetta var samt yndisleg helgi og miss tót komst að ýmsu í sambandi við sjálfa sig sem hún ekki vissi og mun það frá og með þessu mómenti gera hana sterkari og betri. og vonandi ekki svona fáránlega ófélagslynda.
veit bara ekki hvað í óskupunum er búið að vera að mér í sumar, ermeð 20 manna lista sem ég var staðráðin í að heimsækja og eyða "kvolití tæm" með, en svo er ég bara als ekkert búin að því. hins vegar er ég búin að þyngjast um 5 kíló og farin að hata sófasettið mitt út af lífinu.
En núna er ég í vinnunni og komin með mitt eigið ótrúlega flotta horn, sem er útí horni (duuh) og þar er STÓÓÓR lampi sem ég ætla að taka mynd af bráðum og sýna ykkur af því að hann er svo ótrúlega stór að ég fer alltaf að flissa þegar ég kveiki á honum. ég breyti líka alltaf röddinni þegar ég segi "kveikja á lampanum" sem mér finnst líka fyndið.
sad.
vinnunni, já, best að halda áfram (eða réttara sagt fara aðdrullast til að byrja) og skella inn nokkrum nausynlegum staðreyndum um fugla, inná svokallaða Staðreyndasíðu Fugla, sem mun kannski innan tíðar verða online.
sem minnir mig nú á það að ég þarf að downloada msn :D hohoho, sé ykkur það.

kær kveðja, Ríkisstarfsmaðurinn