... 64.
er flutt :)
sem ég leyfi mér hér með að nota sem afsökun fyrir því að hafa ekki haft samband við nokkurn mann í þessa rúma viku sem ég er búin að vera á klakanum. við skötuhjúin þurftum nefnilega, auk þess að mála alla íbúðina, að þvo hana hátt sem lágt með tjöruhreinsi. sé eitthvað til sem veldur því ég yrði ENN meir á móti reykingum, þá er það án vafa að sjá svartgula taumana á stofuveggjunum mínum, fyrrihluta síðustu viku.
hvernig ætli sé innan í reykingarfólki þegar veggirnir heima hjá því eru svona?
ég bara spyr.
en allavega.
ég er með gamla góða númerið mitt ef einhver vill hafa samband, og svo er aldrei að vita nema maður hendi í eitt gott innflutnings pönnsu partý áður en ég fer aftur út 22. apríl :)
adju mæn líbste frojnde