þriðjudagur, mars 29, 2005

lín

ég var að skoða úthlutunar reglur LÍN (ekki spurja afhverju, gefiði mér bara pening) og þar rakst ég á þessa ótrúlega smekklegu setningu

2.4.4. Einkanám.
Einkanám, t.d. í söng eða tónlist telst til náms á grunnháskólastigi.

þannig að skv. Lánasjóðnum er söngur ekki tónlist heldur er þetta tvennt ólíkt. enda standa söngvarar nú tæpt á því að vera tónlistarmenn að mínu mat. nei djók! (held að 90% lesenda þessa bloggs séu í söngnámi eða eitthvað þaðanaf verra svo það er eins gott að halda sig á mottunni)