laugardagur
eftir að hafa sinnt skyldu minni sem sálarlífsfulltrúi fjölskyldunnar og fengið að launum pizzu og kók og brauðstangir frá dominos fór ég í afmæli hjá henni siggu minni og það var ótrúlega skemmtilegt. kynntist ferlega mikið af ótrúlega frábæru fólki, t.d. Valdísi, Elínu Ösp og Kristínu. við kristín föttuðum líka að við eigum sameiginlega vin sem býr í danmörku, er sætur og skemmtilegur og heitir Hjörtur. fyndið hvað maður kynnist stundum sumu fólki allt í einu og finnst það strax ágætt, en svo kynnist maður öðru fólki bara alls ekki jafn mikið á sama tíma og finnst það´kannski leiðinlegt í þokkabót-ofanálag.
stemming samt :) við fórum svo niðrí bæ og ein ónefnd, óaldursgreind var orðin afskaplega hávær og mjög fyndin. eiginlega fyndnari en ég, svo mér fannst að mér kveðið. við fórum á Dillon ég sá allt það mesta hipp fólk bæjarins. oj bara. svo að ég stakk af til að hitta afa gamla og hann var að brjóta saman nærbuxur. en fekk mér nú fyrst pulsu með öllu nema remúlaði og kók í dós. á meðan ég var að bíða kom askvaðandi strákur sem ég þekki og heitir Haukur.
annað hvort er ég orðin ennþá meira rugluð í hausnum en ég var, eða þá að ekkvað kom fyrir hauk frá því að ég sá hann síðast, eða þá að ég hef verið töluvert mikið drukknari en ég gerði mér grein fyrir, vegna þess að hann var svo ógeðslega smámæltur! ég skildi varla orð af því sem hann sagði.
svona er nú miðbær reykjavíkur á laugardagskvöldum, krakkar mínir....
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
þriðjudagur, september 30, 2003
ég gæti aldrei orðið góður hundur
vegna þess að ég þoli ekki skipanir. þegar einhver segir við mig "þú átt að..." eða "þú verður að..." þá verð ég geðveikt fúl og geri hlutinn helst ekki. jafnvel þó að ég verði að gera hann og fólkið sem skipaði mér fyrir var ekkert að meina það illa, var kannski bara að benda mér á ekkvað sniðugt (hey tóta þú VERÐUR að prófa nýja ísinn á snælandi!). stundum brýt ég samt obb af oflæti mínu og geri umræddan hlut en þá geri hann illa og hroðvirknislega og verð ennþá fúlari fyrir vikið.
ég held ég sé ekki skemmtileg í umgengni.
vegna þess að ég þoli ekki skipanir. þegar einhver segir við mig "þú átt að..." eða "þú verður að..." þá verð ég geðveikt fúl og geri hlutinn helst ekki. jafnvel þó að ég verði að gera hann og fólkið sem skipaði mér fyrir var ekkert að meina það illa, var kannski bara að benda mér á ekkvað sniðugt (hey tóta þú VERÐUR að prófa nýja ísinn á snælandi!). stundum brýt ég samt obb af oflæti mínu og geri umræddan hlut en þá geri hann illa og hroðvirknislega og verð ennþá fúlari fyrir vikið.
ég held ég sé ekki skemmtileg í umgengni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)