föstudagur, apríl 02, 2004

jæja jæja!
góða helgi gullin mín!
mín verður það :D:D:D
tóta að týna tölunum...
ég er að "rippa" alla Beethoven strengjakvartettana mína inná tölvuna, mér og þeim sem kunna að spila tónlist í gegnum tölvurnar sínar hér á skjaló (ekki margir), til góðs og ákvað að raða þeim í röð, svona af því að ég er nú svo skipulögð. byrjaði nottla á því að setja allan kvartett No. 1 í eina möppu. svo gerði ég það sama við kvartett no. 2 o. s. frv. þið fattið þetta.
en svo allt í einu fattaði ég að það voru komnir tveir sem voru nr. 1, 2 og 3, en bara einn af 4, 5 og 6.
aftur á móti voru til þó nokkrir sem voru bara alls ekki númer neitt, heldur höfðu svokölluð ópusnúmer. sem er svona tímaröðun tónskálda á verkum sínum fyrir þá sem ekki tóku tónlistarsöguáfanga eitt til sex hjá monsjör Tóta í hafnarfirði og vita þar af leiðandi minna en við sem tókum þá.
en eftir að hafa borðað súkkulaði (næring heilans), ljósritað auglýsingu fyrir Strengjakvartettinn Tuma og slegið inn heilan helling af íslensku stjórnardeildinni, uppgvötaði ég að maður á bara alls ekki að raða strengjakvartettum eftir númerum, heldur ópusnúmerunum geðþekku. með þetta að leiðarljósi bjó ég til möppu sem heitir Op. 18 og í henni eru kvartettar no.1, no.2, no.3, no.4, no. 5 og no. 6. í möppu op. 131 er hins vega Bara kvartett op. 131. án númers.
jáhá.
þetta finnst ábyggilega fáum áhugaverður póstur. en það er nú bara svona með lífið. það er ekkert rosalega gott í að velja fyrir mann fyrirfram sem manni finnst skemmtilegt að lesa. jáhá. en núna geta allir starfsmenn þjóðskjalasafns íslands hlustað á strengjakvartetta beethovens án mikilla málalenginga.
smeeeaaaldsenfeld
aaaaaaaargggghh!
afhverju virkar prentarinn ekki?!
djöfull HATA ég tölvur!!!
ggrrrrrrrrr :@
Strengjakvartettinn Tumi
ég gerði ekkert aprílgabb, enda mjög hugprúð og almennileg að öllu jöfnu. fyrir utan það að ég er venjulega það gjörsamlega út á þekju að ég veit sjaldnast hvaða dagur er, hvað þá hver dagsetningin er. en aftur á móti fór ég á kaffihús með vinkonum mínum kl. 9 um morguninn, sem er að vissu leyti hálfgert djók. tala nú ekki um þar sem við eyddum nærri því öllum miðvikudeginum saman. en þetta var þarfur fundur, því vinkonurnar voru hvorki meira né minna en 75 % kvartettsins ógurlega sem fann grúfið sitt. við ákváðum í mikilli sameiningu (á meðan Halldóra fór á klóstið -hehe) að endurskíra þennan fjagra-mæðra og sextán strengja hóp, og var nafnið TUMI fyrir valinu. útskýringar yfir nafngiftinni eru þónokkrar og sýnist sitt hverjum.

en ég auglýsi hér með að Strengjakvartettinn Tumi spilar fyrir fólk og fyrnindi við hverskonar tækifæri og viðhafnir, gegn vægu gjaldi. djöst kol mæ næm end æll bí ðer. eða svo gott sem.
ég var að skipta um mynd á desktoppinu mínu. áður fyrr var þar sérlega sæt og hugguleg mynd af mér þegar ég var 4ja ára, standandi við stól heima hjá ömmu binnu með bros á vör. til seinni tíma hefur mér fundist þetta svolítið sjálfhverft, svo ég skellti inn mynd af fagurgrænni pöddu sem einhver kom með uppá Náttúrufræðistofnun síðasta sumar. fyrir þá sem eru illa upplýstir er rétt að geta þess að móðir mín elskuleg vinnur þar. ég er ekki vildarvinur stofnunarinnar sem fæ sendar nýjustu myndatökurnar af öllum pöddum sem inn koma. ;)