tóta að týna tölunum...
ég er að "rippa" alla Beethoven strengjakvartettana mína inná tölvuna, mér og þeim sem kunna að spila tónlist í gegnum tölvurnar sínar hér á skjaló (ekki margir), til góðs og ákvað að raða þeim í röð, svona af því að ég er nú svo skipulögð. byrjaði nottla á því að setja allan kvartett No. 1 í eina möppu. svo gerði ég það sama við kvartett no. 2 o. s. frv. þið fattið þetta.
en svo allt í einu fattaði ég að það voru komnir tveir sem voru nr. 1, 2 og 3, en bara einn af 4, 5 og 6.
aftur á móti voru til þó nokkrir sem voru bara alls ekki númer neitt, heldur höfðu svokölluð ópusnúmer. sem er svona tímaröðun tónskálda á verkum sínum fyrir þá sem ekki tóku tónlistarsöguáfanga eitt til sex hjá monsjör Tóta í hafnarfirði og vita þar af leiðandi minna en við sem tókum þá.
en eftir að hafa borðað súkkulaði (næring heilans), ljósritað auglýsingu fyrir Strengjakvartettinn Tuma og slegið inn heilan helling af íslensku stjórnardeildinni, uppgvötaði ég að maður á bara alls ekki að raða strengjakvartettum eftir númerum, heldur ópusnúmerunum geðþekku. með þetta að leiðarljósi bjó ég til möppu sem heitir Op. 18 og í henni eru kvartettar no.1, no.2, no.3, no.4, no. 5 og no. 6. í möppu op. 131 er hins vega Bara kvartett op. 131. án númers.
jáhá.
þetta finnst ábyggilega fáum áhugaverður póstur. en það er nú bara svona með lífið. það er ekkert rosalega gott í að velja fyrir mann fyrirfram sem manni finnst skemmtilegt að lesa. jáhá. en núna geta allir starfsmenn þjóðskjalasafns íslands hlustað á strengjakvartetta beethovens án mikilla málalenginga.
smeeeaaaldsenfeld
Engin ummæli:
Skrifa ummæli