þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, apríl 02, 2004
ég var að skipta um mynd á desktoppinu mínu. áður fyrr var þar sérlega sæt og hugguleg mynd af mér þegar ég var 4ja ára, standandi við stól heima hjá ömmu binnu með bros á vör. til seinni tíma hefur mér fundist þetta svolítið sjálfhverft, svo ég skellti inn mynd af fagurgrænni pöddu sem einhver kom með uppá Náttúrufræðistofnun síðasta sumar. fyrir þá sem eru illa upplýstir er rétt að geta þess að móðir mín elskuleg vinnur þar. ég er ekki vildarvinur stofnunarinnar sem fæ sendar nýjustu myndatökurnar af öllum pöddum sem inn koma. ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli