miðvikudagur, ágúst 15, 2007

næturuglan

veit það er kannski soldið ljótt en ég bara verð að viðurkenna ég fýla það.

jónsæti er í helsingi að fara á einhvern fund... eða sánu, er víst nokkurnveginn það sama þarna austur frá. þannig að við óskar erum bara ein heima. ég stakk reyndar af og fór í mat hjá mömmu. hafnarfjörður er bestur, fórum meira að segja í göngutúr og mættum þremur þvílíkt kúl strákum sem sögðu "Kvööllið!" og svo sagði einn "neh GÖLLZ!" sem myndi örugglega útleggjast "stúlkur" á íslensku. þannig að ekki eru hafnfirskir drengir eingöngu kurteisir, heldur glöggir á að þekkja kynin í sundur líka.
nokkuð gott.
þar sem ég ræð öllu algjörlega sovna þegar ég er ein heima ákvað ég um ellefu leytið að baka kanilsnúða. sem ég og gerði.
njamm. svo er ég í óða önn að bæta inná mp3 spilarann minn því sem ég hef saknað óskaplega... td cat stevens. það liggur við ég máli písmerki á eldhúsgluggann þetta er svo svít. æj svo styttist í að harðardóttir fari að drulla sér aftur til bretlands, hlakkar ekki til svona vægt til orða tekið. púúúúúúú :(