í morgun þegar ég fór á fætur þá var Mark sambýlingurinn minn að líma svartan ruslapoka á sturtuna okkar.
"jájá hanner breti greyið" hugsaði ég og var svossem ekkert að æsa mig, en svo tjáði hann mér það að gler í Nýju (varla 2 mánaða) sturtunni okkar hefði verið brotið þegar hann kom niður. við hváðum þarna hvert ofaní annað í smá stund en kenndum að lokum aumingjans þjóðverjanum um, af því að hún fer alltaf snemma í skólann. svo sópuðum við öllum glerbrotunum (eða svo gott sem) upp og mark fór í sturtu... mjög mikið í öðrum helminginum.
seinna mætti ég svo þjóðverjanum í eldhúsinu og hún var nývöknuð, enda soldið lasin. og hún hafði sko aldeilis ekki brotið sturtuna.
þannig að þetta er mikil mistería.
æj æj og ó ó.